Erindi þessa pistils er ekki það að koma því skila hvað ég hafi nú gengið í gegnum margt á liðnum vetri. Við erum öll að heyja okkar baráttur með einum eða öðrum hætti. Nema hvað á liðnum vetri raðaðist þó nokkuð margt á herðar mínar á nokkuð skömmum tíma, ég gekk í gegnum hjónaskilnað, skipti um húsnæði, kvaddi hundinn minn og missti tengsl við vini og vandamenn. En ég hlaut á sama tíma margskonar blessun, undurfallegar lífsgjafir í ást og nýjum tengslum, bara svo því sé nú haldið til að haga, lífið er aldrei bara þjáning, nema náttúrlega þá stuttu stund sem maður neyðist til að hlusta á nútíma graðhesta tónlist er unglingurinn á heimilinu hertekur græjurnar í bílnum, það er hins vegar allt allt allt önnur saga, í allt annan pistil.
Það sem kom mér mest á óvart á liðnum vetri var hvað starfið mitt reyndist mér persónulega mikil … Lesa meira