Ég var 17 ára gömul þegar ég fór fyrst til kvensjúkdómalæknis, sú ferð var ekki blandin sömu spennu og þegar ég fór t.d. á fyrsta sveitaballið í Miðgarði í Skagafirði. Spennan við að fara til kvensjúkdómalæknis var frekar svona kvíðablandin á meðan spennan við að fara í Miðgarð var bundin þeirri von að komast á feitan séns og vanga við lagið „Ekkert breytir því“ með Sálinni hans Jóns míns. Þarna var s.s. um mjög ólíka spennu að ræða en ég lifði hvort tveggja af og þessi fyrsta heimsókn til kvensjúkdómalæknis reyndist á endanum auðveldari en ég hafði ímyndað mér.
Eftir barneignir urðu ferðir til kvensjúkdómalæknis jafn sjálfsagðar og hversdagslegar og sjóða fisk og kartöflur á mánudagskvöldi meðan verðurskeytin óma í gufunni. Við barnsfæðingu breytist líkami manns nefnilega í lítið Louvre safn sem fullt af ókunnugu fólki skoðar með ábúðarfullum svip. Þá þýðir ekkert að vera eitthvað spéhræddur, maður verður bara … Lesa meira