Skip to content

Author: Hildur Eir Bolladóttir

Öskudagurinn

Öskudagurinn á Akureyri er í minningunni einn af betri dögum æsku minnar, ég get næstum fullyrt að hann hafi verið mér jafn mikið tilhlökkunarefni og sjálfur afmælisdagurinn sem ber víst jafnan upp á 25. apríl ár hvert. Um leið og jólaskrautinu var pakkað með trega niður í kassa var ég farin að velta upp mögulegum  búningum fyrir öskudaginn, ég hef alltaf þrifist á tilhlökkun eða eins og mamma segir ” þegar ég er hætt að hlakka til þá er ég dauð.” Pabbi var sérlegur stílisti okkar systkinanna í öskudags bransanum, hann var Yves Saint Laurent öskudagsins. Eftirminnilegasti búningurinn sem hann hannaði á undirritaða var 25 kg. kartöflupoki  sem hann dundaði lengi við að festa á óþvegin eldrauð jarðepli. Kartöflu fyrir kartöflu þræddi hann upp á tvinna og hnýtti á netið, sjálfur sagðist hann vera óttalegur pokaprestur þar sem hann stundaði kartöflurækt meðfram sáningu orðsins. Eitt árið hannaði pabbi glæsilegan trúðabúning … Lesa meira

Jafnrétti á tímum rassadillinga

Áður en heimurinn varð til, var ekkert nema myrkur. Það sem ég var búin að eyða löngum stundum í að velta þessu fyrir mér sem barn og raunar langt fram á unglingsár, ég man eftir því að fara í einhvers konar hugleiðsluástand þar sem ég var að reyna að sjá fyrir mér hvernig þetta ekkert hefði getað verið og getur það yfirhöfuð verið að einu sinni hafi ekkert verið til? Ég man eftir tilfinningunni sem kom við þessa hugsun, það var svona eitthvað mitt á milli gremju og vantrúar. Nú er orðið mjög langt síðan að ég fór í þennan leik en hann rifjaðist upp fyrir mér á dögunum þegar ég var að meðtaka að nú væru aðeins hundrað ár síðan íslenskar konur fengu kosningarétt til alþingis. Hundrað ár er ekki svo langur tími, sérstaklega ef maður getur sett hann í ákveðið samhengi. Þegar ég hugsa til þess að báðar … Lesa meira

Mamma

Ég fylgdi tæplega áttræðri móður minni til öldrunarlæknis á dögunum. Ástæða heimsóknarinnar var sem sagt öldrun. Tíminn hefur ákveðna fordóma gagnvart fullorðnu fólki hann nennir ekki að vinna með því þegar það hefur lokið ákveðnum skyldum við samfélagið. Mamma er búin að ala upp hvorki meira né minna en sex börn sem hafa ávaxtað sig um fjórtán barnabörn og tvö barnabarnabörn svo nú situr hún uppi með ónýtar mjaðmir og gatslitið bak. Hún segir besta verkjalyfið við þessum kvillum vera að sjá afkomendur sína lifa, dafna og elska, það gefur ellinni víst ríkan tilgang. Þegar maður fer til svona sérfræðings í öldrunarlækningum sem mér finnst að vísu mjög fyndið orð af því að síðast þegar ég gáði þá var ekki búið að finna neina lækningu við ellinni er boðið upp á próf sem metur minni og vitræna getu.

Ég fékk að vera viðstödd þegar mamma þreytti þetta próf, að vísu … Lesa meira

Frosinn

Ég á litla fimm ára frænku og nöfnu sem er alveg hugfangin af henni Elsu úr teiknimyndinni Frozen. Við frænkurnar vorum samtíða í heimsókn hjá ömmu hennar og afa í Bandaríkjunum en amma hennar er systir mín. Þessi litla frænka mín sem heitir Bergþóra Hildur er mikil stemningsmanneskja og skemmtikraftur og brestur oft í dans og söng fyrir okkur fjölskylduna enda kann hún ógrynni af lögum og textum. Þar á meðal er óskarsverðlaunalagið úr Frozen „Let it go“ sem hún syngur með miklum tilþrifum og af augljósri tilfinningu. Amma Bergþóru Hildar gaf henni Elsubúning um leið og daman lenti á erlendri grund, sá búningur samanstendur af tjullkjól, ljósri hárkollu og glimmerskóm, alveg sama útlit og er á Elsu eftir að hún flýr upp til fjalla og byggir sér þar klakahöll í útlegðinni. Dag einn var ákveðið að fara í Disneyworld í Los Angeles, þ.e.a.s við vorum á leið í Disneyworld … Lesa meira

Óður til Kára

Hundurinn minn hann Kári á afmæli í dag með því fagnar hann þremur árum af fullkomlega meðvirku lífi og tilfinningalegu ósjálfstæði en það er allt í lagi vegna þess að hann er hundur. Kári er af tegundinni Golden Retriever, tígulegur að vexti með ljósan makka og brún augu sem tjá hreina sál. Kári teppaleggur stofuna mína daglega upp á nýtt en ég fyrirgef honum það af því að hann er hæglátur og geltir nánast aldrei, mér leiðast hundar sem gelta mikið, þeir hljóta að vera með skert skammtímaminni, þeir virðast gleyma jafnóðum skömmum eigenda sinna og hræðsluglampanum í augum vegfarenda. Kári vekur jafnan jákvæð viðbrögð meða gesta og gangandi, það er bókstaflega ekkert ógnandi við hann. Kári er enginn varðhundur, ef hann væri blaðamaður myndi hann eingöngu skrifa fréttir af ástarmálum fræga fólksins og tilkynningar um áramótabrennur og týnd gæludýr. Ég hef stundum spurt manninn minn hvort hann haldi að … Lesa meira

Trúþrýstingsmælirinn

Mér finnst alltaf svolítið erfitt að svara spurningunni „ertu mjög trúuð?“ Þetta er eiginlega svona klemmuspurning, ef ég svara henni játandi má ætla að ég líti á sjálfa mig sem mjög GÓÐA manneskju og það er eiginlega bara vont  en ef ég  svara henni neitandi þá gæti einhver efast um heilindi mín í preststarfinu að ég sé kannski bara að þiggja opinber laun á fölskum forsendum. Mér finnst betra að svara spurningunni „trúirðu á Jesú Krist?“ Þá er ég nefnilega ekki lengur miðpunktur trúarinnar heldur Jesús sem ég dáist að og er mín helsta fyrirmynd í lífinu. Það hversu mikla trúmanneskju ég tel mig vera skiptir heldur engu máli a.m.k ekki fyrir mannkynið en það er einmitt það sem trúin á að gera, skipta máli fyrir mannkynið. Enn sem komið er hefur ekki verið fundinn upp trúþrýstingsmælir sem nemur andagiftina en miðað við t.d. Bumbubanann þá er þetta ekki svo … Lesa meira

Ósýnilega fólkið

Nú ætla ég að segja mínar skólasögur gall í örverpinu við matborðið svo fjölskyldan snarþagnaði. Ég var orðin þreytt á því að fá ekki orðið og geta ekki sagt krassandi sögur úr skólastarfinu líkt og eldri systkini mín. Þá fannst mér ekki öllu skipta sú blákalda staðreynd að ég væri bara fimm ára og hreint ekkert byrjuð í skóla. Hófst nú æsileg frásögn af honum Malla sem var óþreytandi stríðnispúki og bókstaflega hélt öllum nemendum í heljargreipum og af Nonna skólastjóra sem dró Malla greyið á eyrnasnepplunum inn á skrifstofu, las honum pistilinn og gaf honum einungis tvo valkosti, annað hvort að haga sér eða hypja sig heim. Malli blessaður ákvað að haga sér en Guð má vita hvað það entist lengi. Að frásögn lokinni tók ég vænan bita af soðningunni og horfði hróðug yfir systkinahópinn og foreldra mína enda fannst mér ég loks vera orðinn fullgildur meðlimur þessa borðsamfélags. … Lesa meira

Frelsi ástarinnar

“Frelsi er ekki að vera laus við skuldbindingar, frelsi er hæfileikinn til að velja það sem er okkur fyrir bestu og skuldbindast því ( Paulo Coelho).”

Mikið vildi ég óska að ég hefði samið þessa setningu því betri skilgreiningu á frelsi hef ég varla heyrt nema þá sem lesa má í bók bókanna um að sannleikurinn geri okkur frjáls. En þessi upphafssetningu hér á metsöluhöfundurinn Paulo Coelho og hún er mikill sannleikur.

Í okkar tíðaranda er frelsi gjarnan ranglega skilgreint, það þykir til dæmis vera ákveðin frelsissvipting að ganga í hjónaband.

Steggja og gæsapartý bera þeim hugmyndum oft vitni, þegar tilvonandi brúður eða brúðgumi eru meðhöndluð eins og það sé einmitt enginn morgundagur og við lok slíkra viðburða vona jafnvel sumir að það sé raunin, að það sé enginn morgundagur, en það er annað mál.

Nei, fyrir það fyrsta er frelsi og hjónaband ekki andstæður nema fólk velji að líta … Lesa meira

Að endurfæðast úr netheimum

Ég varð fyrir mjög merkilegri uppgötvun á dögunum, já það má nánast kalla það vitrun. Vitrun er orðið af því að það er það sem fólk verður fyrir í klaustrum, á eyðieyjum og jafnvel í fangelsum. Ég er stödd á Hólum í Hjaltadal í nokkurra daga leyfi við að skrifa bók. Ekki misskilja mig, það er ekkert fangelsi að vera hér, Hólar er yndislegur staður þar sem hin magnaða kirkjusaga drýpur af hverju strái, að vísu er nú jörð þakin snjó þannig að réttara væri að segja að sagan bergmálaði milli fjalla því þau er hér hvernig sem viðrar, jafnt vetur sem sumar. Hólabyrðan er svona eins og ættmóðirin í dalnum enda má segja að dómkirkjan hafi fæðst af henni, byggingarefni kirkjunnar er rauður sandsteinn sóttur úr Byrðunni.

Nema hvað, hér fæ ég að dvelja í dásamlegri íbúð á vegum Guðbrandsstofnunar. Íbúðin er hrein og fín með öllu því nauðsynlegasta … Lesa meira

Ártölin sem þú manst

Að taka niður æviatriði um látið fólk og undirbúa þannig minningarorð með aðstandendum er í senn gefandi og vandasamt. Það eru raunar mikil forréttindi að fá að annast slíka þjónustu ekki síst þar sem hún er mjög menntandi fyrir prestinn. Fyrir manneskju eins og mig sem hafði oft nokkuð takmarkaða einbeitingu í skóla og átti til að sigla þöndum hugseglum inn í dagdraumana er mjög magnað að geta setið með fólki og hlustað á lífssögu ástvinar sem ég aldrei þekkti, án þess að missa úr eitt einasta orð. Ég hugsa að ef öll mín skólaganga hefði byggst upp á því að heyra ævisögur fólks þá hefði ég sennilega endað með a.m.k fimm háskólagráður. Þessar stundir sem eru nokkuð tíðar þar sem ég þjóna stórum söfnuði eru svolítið eins og örnámskeið í alþýðufræðum. Kynslóðin sem er fædd snemma á 20.öld er nú smátt og smátt að kveðja og þetta er fólkið … Lesa meira