Skip to content

Author: Hildur Eir Bolladóttir

Að læra ást

Ég held að það sé raunverulega hægt að fara í gegnum heila mannsævi án þess að kunna að elska. Það er skelfing vont. Vont getur samt vanist ótrúlega fljótt.

Ég held að það sé raunverulega hægt að ná heilmiklum árangri í lífinu án þess að kunna að elska, að það sé alveg hægt að öðlast starfsframa, eignast fjölskyldu, vera foreldri og jafnvel líta hamingjusamlega út á samfélagsmiðlum, án þess að kunna að elska. Ég held einnig að til séu margir góðir foreldrar, að minnsta kosti mjög vel meinandi foreldrar sem koma börnum sínum til manns þannig að þau njóti hagsældar án þess að hafa nokkurn tíma í raun lært af foreldrum sínum þá list að elska. Að sama skapi held ég að ástæða þess að manneskjan upplifi svo oft djúpstæða óhamingju í lífinu þrátt fyrir að hafa öll sýnileg gæði sé vegna þess að henni hefur ekki verið kennt að … Lesa meira

Veikindaleyfið

„ Ég hef aldrei heyrt um gott hjónaband sem endað hefur með skilnaði“ sagði heimilislæknirinn við mig þegar ég fór til hans að sækja mér vottorð vegna veikindaleyfis sem ég sit núna eins og hvern annan kúrs í háskóla lífsins. Þá höfðum við, ég og læknirinn afgreitt fyrsta mál á dagskrá og gátum undið okkur í næsta og þarnæsta og þar þarnæsta áður en hann hafði lokið við að skrifa út veikindaleyfi og sjúkraþjálfunarbeiðni og ýmislegt fleira sem gott er að hafa til taks þegar „skipið“ er dregið í slipp. Stundum getur bara verið heilmikil hjálp í því að tala við heimilislækninn sinn, einkum ef hann er ekkert sérstaklega takmarkaður og hefur nokkuð ríka tilfinningagreind. Sama má segja um sjúkraþjálfarann, ef hann er þannig manneskja getur hann nýst manni bæði til líkamlegrar og andlegrar heilsubótar. Allar þær starfsstéttir sem á einhvern hátt koma að heilsu mannsins skarast og oft er … Lesa meira

Ást er ást og hamingja er hamingja

Haustið hefur lengi verið minn eftirlætis árstími. Mér finnst náttúran sjaldan ef aldrei jafn falleg og á haustin, jafnvel ekki einu sinni á vorin þegar hún þó vaknar til lífssins og endurfæðisst, gróður er nýr og afkvæmi manna og dýra kallast á af túni. Vorið er vissulega yndislegt í eftirvæntingu sinni en þó finnst mér haustið betra, það er einhver sátt, eitthvert æðruleysi yfir haustinu sem gerir það að verkum að hver dagur fær þá frekar að nægja sína gleði og sína þjáningu. Haustin marka oft breytingar í lífi okkar, sumir hefja skólagöngu á nýju stigi, aðrir fara í fyrsta sinn út á vinnumarkað og svo eru margir sem setja sér ný markmið og stefnu í venjubundinni rútínu. Ég var einmitt ein af þeim sem fann oft bæði hvöt og kraft til að setja mér ný markmið fyrir veturinn, skapa mér ný verkefni sem væru ögrandi og þroskandi. Að barnsskónum … Lesa meira

Enginn fæðist æðrulaus né þroskaður

„ Hver er sinnar gæfu smiður?“ Var yfirskrift greinar sem ég skrifaði átján ára gömul í skólablað Menntaskólans á Akureyri. Greinin fjallaði um forvarnarþing gegn vímuefnaneyslu ungmenna sem ég sótti á vegum skólans og var svo fengin   til að skrifa um í Muninn nemendablað MA. Frómt frá sagt glottu vinir mínir út í annað þegar drottningin af Góða dátanum, Malibúprinsessa Sjallans, bjórynjan af Kaffi Karólínu sendi frá sér þessa grein eins og hún hefði löngum starfað með Steina löggu í áfengiseftirlitinu og fundið upp foreldraröltið í kjölfarið og látið loka Dynheimum vegna óspekta. Sko manneskjan sem vissi ekki fyrr en á fjórða ári í framhaldsskóla að dreifbýlisstyrkurinn væri ætlaður til að standa straum af hlutum eins og mat og skólabókum en ekki sem hlutafé í áfengis og tóbaksverslun ríksisins. Það er hins vegar allt önnur og skemmtilegri saga, sem verður sögð síðar.

Hitt man ég að á tímum engra snjallsíma … Lesa meira

Bæn Maríu

Elsku sonur, Jesús Kristur,

ég bið til þín

þó ekki sem móðir, heldur manneskja meðal annarra á þessari jörð.

Ég gaf þér líf, þú gafst mér líf.

Í upphafi vorum við eitt,

ég barnshafandi af þér

þú frelsari í mér.

Ég geymi öll þín orð og verk

í hjarta mínu

hugleiði þau eitt af öðru

hnýti þau saman

með anda þínum.

Þú,

nýfæddur

við brjóst mitt,

með augu vitringsins,

vissir allt sem ég vissi

og meira til.

Sál þín

stjarna á himni nætur

Ég bið þig elsku sonur um að

gefa öllum konum þá náð

sem þú forðum veittir mér:

að fæða þig

í heiminn,

ástina, vonina og sannleikann.

Þó með minni þraut

en áður

minni mótspyrnu

minna ofbeldi.

Og körlum,

það hugrekki

sem Jósep sýndi

að vera

mér samferða

án þess að hvika

hika

hræðast,

það gaf þér nefnilega rými

til að fæðast… Lesa meira

Að loknum vetri

Erindi þessa pistils er ekki það að koma því skila hvað ég hafi nú gengið í gegnum margt á liðnum vetri. Við erum öll að heyja okkar baráttur með einum eða öðrum hætti. Nema hvað á liðnum vetri raðaðist þó nokkuð margt á herðar mínar á nokkuð skömmum tíma, ég gekk í gegnum hjónaskilnað, skipti um húsnæði, kvaddi hundinn minn og missti tengsl við vini og vandamenn. En ég hlaut á sama tíma margskonar blessun, undurfallegar lífsgjafir í ást og nýjum tengslum, bara svo því sé nú haldið til að haga, lífið er aldrei bara þjáning, nema náttúrlega þá stuttu stund sem maður neyðist til að hlusta á nútíma graðhesta tónlist er unglingurinn á heimilinu hertekur græjurnar í bílnum, það er hins vegar allt allt allt önnur saga, í allt annan pistil.

Það sem kom mér mest á óvart á liðnum vetri var hvað starfið mitt reyndist mér persónulega mikil … Lesa meira

Að eiga eða eiga ekki drauma

Í dag, kvenréttindadaginn 19.júní átti ég erindi við 97 ára gamla konu sem býr ein hér í bæ en var lengi bóndi og húsfreyja í sveit. Hún átti sjö börn, fjögur eru látin og eiginmaðurinn líka. Þegar mig bar að garði var hún búin að hella upp á kaffi og raða sjötíu ára gömlu ryðbrúnu stráheilu stelli á eldhúsborðið, bera fram kleinur og jólaköku og smyrja soðið brauð með fagurbleikum reyktum laxi. Ef orðinu æðruleysi er flett upp í íslenskri orðabók er mjög líklega að finna mynd af andliti þessarar konu. Kvenréttindadagurinn barst í tal og við ræddum jafnréttisþróun síðustu níutíu ára eða allt frá því að vinkona mín fór að muna eftir sér. Hún var alin upp af einstæðri móður, vinnukonu sem fór á milli bæja og þvoði þvotta og sinnti grófari húsverkum eins og dóttir hennar komst að orði, „mamma var ekki höfð í eldhúsinu, hún sinnti Lesa meira

Edrúmennskan og englarnir

 

 Þá fór djöfullinn frá Jesú .

Og englar komu og þjónuðu honum.

Á þessu sumri verða liðin fjögur ár síðan ég hætti að neyta áfengis. Ég fór ekki í meðferð heldur vaknaði bara upp í skelfingu einn ágústmorgunn að áliðnum slætti með hjartslátt í höfði og vissi að nú væri annaðhvort að duga eða drepast. Ég valdi að duga, sem er besta ákvörðun sem ég hef nokkurn tíma tekið. Það er svolítið merkilegt með þessa ákvörðun að hún hefur gríðarleg margfeldisáhrif, í raun miklu meiri heldur en maður hefði að óreyndu nokkurn tíma grunað.

Þegar ég segi að það að hætta að drekka áfengi hafi verið besta ákvörðun lífs míns get ég hæglega fullyrt á sama tíma að hún hafi verið ein sú erfiðasta, ekki þó það að taka ákvörðunina sem slíka, heldur fremur afleiðingum hennar. Á þessum fjórum árum sem liðin eru síðan ég setti tappann í … Lesa meira

“Þetta er hrein ást”

Þessi páskahugleiðing var skrifuð á föstudaginn langa. Ef til vill finnst einhverjum skrýtið að velja þann dag til að hugleiða lífið og upprisuna en mér finnst það ekki,  mér finnst eiginlega enginn dagur á árinu jafn góður til að hugleiða og fagna lífinu eins og föstudagurinn langi.

Í huga mínum er upprisa frelsarans Jesú Krists hin hreina, sanna ást. Ástin getur nefnilega verið hálfgert kamelljón, ástin getur verið grunn og heimsk, eigingjörn og sjálfhverf. Ástin getur líka verið þroskaþjófur þegar  hún er hrædd, kvíðin og stjórnsöm. Ástin getur verið óvægin og köld, þegar hún er ekki endurgoldin. Ástin ein og sér sigrar ekki allt, aðeins ást upprisunnar fær sigrað allt og dauðann líka.

Í liðinni viku stóð ég við opna kistu vinkonu minnar sem lést á miðjum aldri úr krabbameini. Við stóðum þarna fjórar yfir henni, ég og dætur hennar þrjár. Um morguninn höfðu þær farið upp í kapellu að … Lesa meira

Hjartað er lygamælir

Ég hef nú oft sagt frá því bæði í ræðu og riti að þegar ég fermdist árið 1992 hafi ég fengið Íslendingasögurnar að gjöf frá foreldrum mínum. Það þótti að vonum nokkuð sérstakt að fjórtán ára gamall unglingur hefði svo brennandi áhuga á fornsögunum íslensku að hann væri tilbúinn að fórna því að fá hugsanlega hljómflutningsgræjur, rúm eða reiðhjól frá þeim sem stærstu gjafirnar gefa á tímamótum sem þessum. Ég var auðvitað svolítið skrýtinn krakki og allt það í jákvæðri merkingu þó, þannig að ég held að vinir mínir og jafnaldrar hafi nú ekkert kippt sér neitt sérstaklega upp við þessa sérvisku mína.

Það sem ég hef hins vegar ekki greint frá varðandi gjöf foreldra minna og opinbera því fyrst núna er að ég hef aldrei opnað þessar bækur, ekki lesið stafkrók í þeim. Ég las að vísu Gísla sögu Súrssonar í tíunda bekk eins og aðrir grunnskólanemar og Njálu … Lesa meira