Við fórum nokkrar vinkonur saman til New York um síðustu helgi að heimsækja sameiginlega vinkonu okkar sem þar býr. Á laugardeginum tókum við stefnuna niður að Ground Zero þar sem tvíburaturnarnir stóðu til 11.september árið 2001 þegar tveimur farþegaþotum var flogið á þá með þeim afleiðingum að þeir hrundu og um 3000 manns létu lífið. Við sem erum komin aðeins yfir tvítugt munum mætavel hvar við vorum stödd þegar sá skelfilegi atburður átti sér stað, mér finnst eins og hann hafi gerst í gær enda skelfing af þeirri stærðargráðu sem tekur mörg ár og áratugi að vinna úr og meðtaka. Stundum finnst mér eins og gjörvallur heimurinn hafi aldrei orðið samur eftir þennan atburð, ég veit mætavel að hann verður aldrei samur hjá þeim sem misstu ástvini þennan örlagaríka dag en í raun er eins og eitthvað hafi líka brostið þarna í sálarlífi alls heimsins. Það væri þó einföldun að … Lesa meira
prestur