Skip to content

Category: Hugleiðingar

Barnið

Hver sem húðlitur þinn er,

dökkur eða ljós

Hvert sem kyn þitt er,

karl, kona eða hán.

Hver sem kynhneigð þín er,

pan, sam eða ei.

Hver sem atvinna þín er,

múrari, mannréttindalögfræðingur.

Hver sem þín pólitík er,

hægri, vinstri.

Hver sem trú þín er,

búdda, kristni.

Hvernig sem heilsa þín er,

góð, slæm eða engin.

Hver sem skólaganga þín er,

löng, stutt eða engin.

Hvernig sem fjölskylda þín er,

samheldin, sundruð eða einn gamall köttur.

Hvert sem þitt áhugamál er,

póker, golf, lestur ljóða.

Hver sem þyngd þín er,

yfir, undir eða samkvæmt BMI.

Hver sem greind þín er,

rökleg, tilfinningaleg, skapandi.

Hver sem þú í raun og sanni ert,

hvaðan sem þú kemur

og hvert sem þú vilt fara

er eitt alveg öruggt,

þú varst eitt sinn lítið barn.

Og af því að þú varst þetta barn

áttu alltaf tengsl við kjarna sálar þinnar.

Guðdómleg tengsl.

Þú átt … Lesa meira

Að uppræta og eyða skömminni

„Að skila skömminni“ er líklega sá frasi sem hvað mest hefur snúist í höndunum á okkur undanfarið. Nú vil ég áður en lengra er haldið ítreka að þessar vangaveltur mínar eiga ekki við þegar um ofbeldi á börnum er að ræða, það er að segja þegar fullorðnir beita börn ofbeldi, þá er málið einfalt, hinn fullorðni ber alla ábyrgð, punktur. Mér finnst mikilvægt að taka þetta fram þar sem hin opinbera umræða þróast oft þannig að menn leita fremur leiða til að klekkja á viðmælandanum frekar en að greina umræðuna og rýna í hana til raunverulegs gagns og jafnvel bata. „Að skila skömminni“ hefur í #meetoo byltingunni því miður þróast út í að baða gerendur upp úr skömminni fremur en að halda öllum fullorðnum aðilum ábyrgum gagnvart þeirri áskorun að gera samfélagið okkar öruggara. #Meetoo byltingin fór frábærlega af stað, nafnlausar sögur um yfirgang og markaleysi voru til þess fallnar … Lesa meira

Er maður þá kannski bara heimskur?

Íbúi í New York, París eða London er ekki líklegur til að kippa sér upp við sírenuvæl ef hann yfirhöfuð gefur því gaum á meðan við sem búum á Akureyri eða í Reykjavík skynjum ónotatilfinningu við sömu hljóð og hugsum „ hvað ætli hafi gerst og hjá hverjum?“ Við erum líka eina þjóðin sem skrifar minningargreinar í blöð um hvern þann sem kveður þessa jarðvist og ekki nóg með það, við erum eina þjóðin sem les þessar minningargreinar yfir morgunkaffinu þó við þekkjum lítið eða ekkert til viðkomandi. Þegar ég stóð í anddyri Akureyrarkirkju í gær í svörtu hempunni minni og beið þess að útför hæfist rifu nokkrir erlendir túristar upp hurðina og stigu blaðskellandi inn í kirkjuna, þau þögnuðu er þau sáu prestinn og kistuna en lýstu engu að síður yfir vonbrigðum sínum með að fá ekki að skoða kirkjuna, ég meina hvað með það þótt einhver hafi dáið? … Lesa meira

Vegna þess að……

Einu sinni hélt ég að samkennd væri að finna þannig til með fólki að maður mætti alls ekki segja neitt styggjandi við það. Að samkennd væri að samþykkja afstöðu og tilfinningar annarra. Nú veit ég að samkennd er að heyra og virða en ekki endilega samþykkja, þess vegna er ég alveg hætt að afsaka mig fyrir að að trúa á Guð og trúa á bænina. Heimurinn er fullur af óréttlæti og illsku sem bæninni og Guðstrúnni hefur ekki tekist að sigra en heimurinn er líka fullur af fegurð og sannleika sem bæninni og Guðstrúnni hefur tekist að laða fram. Þess vegna vel ég að trúa á ljósið um leið og ég gef myrkrinu gaum.… Lesa meira

Sjálfsvíg

Sjálfsvíg er hjartaáfall sálarinnar, þetta segi ég ekki til hljóma voða skáldleg heldur í þeirri viðleitni að ræða sjálfsvíg sem eðlilega dánarorsök. Nú bregður kannski einhverjum sem hugsar „hvað er manneskjan að fara?“ Jú ég er bara að reyna fara í áttina frá því að ræða sjálfsvíg sem voveiflegan atburð að þeim stað þar sem við getum rætt sjálfsvíg sem sorglegan en um leið eðlilegan dauðdaga. Ætli sjálfsvíg sé ekki ein elsta dánarorsök þessa heims? Örugglega eldri en sykursýki tvö eða kransæðastífla. Sjálfsvíg hafa fylgt mannkyninu frá morgni tímans, sem þýðir þó ekki að við eigum að sætta okkur við þau heldur að hætta að hvísla um þau og skima fyrir þeim strax í grunnskóla og tala opið um það við náungann hvort hann hafi einhvern tíma haft sjálfsvígshugsanir, að það sé eðlileg spurning þegar erfiðleikar steðja að og fólk er langt niðri. Það er talað um að krabbameinsfrumur verði … Lesa meira

Það sem ég lærði fyrir fertugt

  1. Þótt lífið sé stutt er ekki ástæða til að lifa eins og hver dagur sé hinn síðasti þá verður nefnilega næsti dagur býsna erfiður.
  2. Hættulegasta fólkið er fólkið sem heldur að það geti ekki gert neitt slæmt. Öll erum við fær um að beita ofbeldi og særa, við höfum bara val um hvort við ræktum frekar hið góða eða hið vonda.
  3. Það er fullkomlega eðlilegt að hrífast af öðrum en maka sínum, það er ekki sjéns að einhver sem á annað borð er eða hefur verið í hjónabandi hafi aldrei hrifist af öðru fólki eða látið sig dreyma um annað líf. Tilfinningar eru gangverkið í manneskjunni sem þarf bara reglulega að stilla.
  4. Ef þú notar vín til að vinna á streitu, deyfa sársauka eða flýja sjálfan þig þá ertu mjög líklega alkóhólisti.
  5. Dauðinn er ekki það versta í lífinu. Það versta er að lifa í dauða og vera í engum
Lesa meira

Ljósmæður í lífi og dauða

Í kveðjuræðu sinni í Jóhannesarguðspjalli veitir Jesús lærisveinum sínum virka sálgæslu vegna eigin aðsteðjandi dauða. „Hryggð ykkar mun snúast í fögnuð“ segir hann og síðan útskýrir hann sorgarferlið með myndlíkingu barnsfæðingarinnar, mynd sem margar mæður þekkja „ þegar kona fæðir, segir Jesús, er hún í nauð því stund hennar er komin en þegar hún hefur alið barnið minnist hún ekki framar þrauta sinn af fögnuði yfir því að maður er í heiminn borinn. Ég nota þessa myndlíkingu oft þegar ég mæti syrgjendum, það er að segja til að útskýra sorgarferlið og undirstrika hversu eðlilegt og náttúrulegt ferli það er, já rétt eins og fæðing barns. Að vísu er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að eitthvað fari úrskeiðis við barnsfæðingu eins og í sorgarferlinu, stundum endar fæðing í bráðakeisara og sorg í djúpu þunglyndi eða fíkn en oftast nær gengur bæði sorgin og fæðingin eðlilega fyrir sig þótt mikið mæði á … Lesa meira

Er lífsafstaða þín skaðleg?

Skaðlegasta lífsafstaða sem hægt er að tileinka sér er að vera fórnarlamb. Og taktu eftir þegar ég segi, að tileinka sér. Við tölum réttilega um fórnarlömb ofbeldis, náttúruhamfara og stríðsógna til að undirstrika hversu miklar þjáningar þau hafa upplifað. Þannig er orðið fórnarlamb mjög gagnlegt og gagnsætt orð. Þegar við tölum um fórnarlömb utanaðkomandi ógna erum við að vísa til saklausra einstaklinga sem eiga sér einskis ills von en eru allt í einu lentir í skelfilegum aðstæðum og þjáningum sem okkur hryllir við að fólk líði. Að þessu leyti er hugtakið fórnarlamb eðlilegt og réttmætt hugtak. Þó er alls ekki samasemmerki milli þess að vera annars vegar raunverulegt fórnarlamb aðstæðna og hins vegar að upplifa sig vera fórnarlamb lífsins. Vart hef ég tölu á þeim manneskjum sem ég hef þjónað í preststarfinu, fórnarlömbum skelfilegra aðstæðna sem samt sem áður upplifa sig ekki í því hlutverki, þrátt fyrir sorgir sínar og … Lesa meira

Og heimsfriður ríkja

Ég er komin heim af hælinu, þegar ég fór þangað hét ég því að eiga svo gott sem engin samskipti við annað fólk, upplifði að ég væri komin með ógeð af fólki, gekk um matsalinn í hettupeysu og joggingbuxum með fjarrænan svip eins og foreldrar mínir væru nýbúnir að taka af mér snjallsímann og eyða Snapchat reikningnum mínum. Ég forðaðist augnsamband við aðra, settist ein út í horn með diskinn minn og þóttist vera félagsfælin. Nokkrum dögum seinna var ég hins vegar komin á villingaborðið sem var að mestu skipað konum fimmtíu ára og eldri en þar var ekkert umræðuefni of heilagt til viðrunar, þar skapaðist líka dýrmæt vinátta, ég hlakkaði til hvern einasta morgun að borða hafragrautinn með þessum meisturum, unglingaveiki mín entist sumsé í heila tvo daga. Ég uppgötvaði þarna að nýfengin félagsfælnin sneri hreint ekkert að öðru fólki, heldur sjálfri mér, ég var bara komin með ógeð … Lesa meira

Við erum gangandi kraftaverk

“Ég er vistmaður á heilsustofnun og trúi á óhefðbundnar lækningar, vinsamlegast hringið á lögregluna.” Ein stærsta blekking mannkyns er líklega sú að halda að dag einn muni vísindin hafa svör við öllu og dauðanum líka. Rökhyggja og vísindi hafa gert kraftaverk á svo ótrúlega mörgum sviðum að það væri hreinlega til að æra óstöðugan að ætla sér að telja það allt upp. Við einfaldlega lifum lengur á þessari jörð vegna vísindanna, við þekkjum heiminn og líka geiminn vegna vísindanna, vísindi skapa frið en reyndar líka ófrið, stundum jafnvel hatur en aldrei ást, vísindin skapa lækningu en ekki beint heilbrigði því heilbrigði er eitthvað stærra og óáþreifanlegra en vísindin ein geta fangað. Hugsa sér, læknavísindin eru þess megnug að flytja líffæri manna á milli, koma fósturvísum fyrir í legi kvenna, græða stofnfrumur í fólk til að lækna ýmsa erfiða sjúkdóma, jafnvel geðsjúkdóma. En talandi um geðsjúkdóma, geðkvilla og hegðunarraskanir, þar eru … Lesa meira