Skip to content

Category: Pistlar

Að kunna að þegja

Þeir eru fáir sem mér finnst gott að þegja með, þó koma nokkur andlit upp í hugann, fólk sem hefur róandi áhrif á mig, já svona fólk sem virðist vita meira en við hin, það er gott að þegja með þannig manneskjum. Ég hef oft verið hvött til að sækja Kyrrðardaga í Skálholti enda hafa þeir notið mikilla vinsælda undanfarin ár og fjölmargir fundið þar sálarró, trú og frið. Ég hef hins vegar ekki enn treyst mér, ég er nefnilega svo hrædd um að þögnin verði vandræðaleg þannig að meðvirkni mín muni á endanum rústa því góða starfi sem hefur verið byggt upp á þessum helga stað og hvað ef ég fengi svo bara hláturskast? Einu aðstæðurnar sem ræna mig málgleði eru símtöl, ég er gjörsamlega fáránleg í síma, þeir sem hringja í mig byrja símtölin annað hvort á því að spyrja hvort eitthvað sé að eða hvort þeir séu … Lesa meira

Þegar systir mín missti af Dallas

Þegar ég var að slíta barnsskónum heima í Laufási við Eyjafjörð voru veturnir oft  snjóþungir. Ég man daga þar sem við krakkarnir lékum okkur að því að hoppa  af bæjarburstinni ofan í dúnmjúka skafla sem umluku mann líkt og stórir skýjabólstrar. Ég man líka eftir tveggja metra snjógöngum frá íbúðarhúsinu okkar og upp heimreiðina þar sem Citroen bíllinn hans pabba var falinn undir fönn, bíllinn fannst eftir nokkra daga en þá hafði þakið sigið undan snjóþunganum. Á vetrum sem þessum fór rafmagnið stundum af bænum og þannig gat það verið í nokkra sólarhringa, þá voru jólin í mínu hjarta, rafmagnsleysið kallaði nefnilega á kyrrstöðu. Pabbi tók fram prímusinn og eldaði súpu og mamma fann til ullarteppi og leista svo okkur yrði ekki kalt, svo sátum við og spjölluðum. Stundum dró pabbi fram þjóðsögur Jóns Árnasonar og ef hann var í stuði las hann draugasögur með dularfullri röddu, þá skapaðist einhvers … Lesa meira

Kirkjan er ekki krónprinsessa

Árið 2010 tóku ný hjúskaparlög gildi hér á landi sem höfðu m.a. þá mikilvægu breytingu í för með sér að bæði gagnkynja og samkynja pör gátu gengið í hjónaband innan íslensku þjóðkirkjunnar. Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þessara breytinga sem voru að mínu mati sannkallað heillaskref fyrir íslenska þjóð ásamt því að vera sterk skilaboð til umheimsins. Hjónabandið er því fyrst og síðast sáttmáli tveggja jafningja sem elska og virða hvorn annan og heita því að standa saman í blíðu og stríðu, það er nefnilega svo merkilegt að uppgötva að við elskum fyrst með höfði og hjarta en ekki kynfærum okkar eins dásamleg og þau geta verið sem tjáningarform. Hið svokallaða samviskufrelsi presta til að hafna því að gefa saman samkynja pör í hjónaband eru því að mínu mati óásættanleg skilaboð til þjóðarinnar. Þá skiptir nákvæmlega engu máli hversu margir prestar eru líklegir til að nýta sér þessa … Lesa meira

Sumarleyfis blús

Ég hef komist að því í starfi mínu sem prestur að sumarfrí reyna oft heilmikið á hjónabönd og fjölskyldulíf. Í sumum tilvikum er tilhugsunin um að eyða heilum mánuði saman án rútínu kvíðavænleg og stundum skellur sumarfríið eins og brimalda á fólki svo það hverfur í haf óuppgerðra tilfinninga sem hafa fengið að malla undir yfirborði skammdegisins.

Í fyrsta lagi er  meira en að segja það fyrir upptekið fólk að detta í frí. Margir upplifa eins konar fæðingarþunglyndi þegar rútínu sleppir og dagar afslöppunar og frjálsræðis taka við. Þá verða sumir lasnir af því að þeir hafa loksins tíma til að leyfa sér þann munað að leggjast í hor, aðrir verða í framan eins og þeim hafi borist vondar fréttir og séu um það bil að bresta í grát og enn aðrir verða skapstyggir vegna allra þeirra verka sem er ólokið á heimilinu og verða eitthvað svo áberandi þegar maður … Lesa meira

Gömul djammhandrit

Síðastliðinn sunnudagsmorgunn fór ég fór út að hlaupa vegna þess að ég er alltaf að reyna að taka á lífi mínu áður en ég verð miðaldra og enginn æska eftir til að borga fyrir mig reikninginn. Á hlaupunum mætti ég ungri stúlku sem var sennilega að ganga heim eftir gleðskap næturinnar, háir hælar, úfið hár og abstrakt augnmálning báru því vitni. Þegar við mættumst sá èg að hún horfði á mig með sektarkennd í hjarta og hugsaði ” já fínt þú ert með allt á hreinu, hlaupandi með þitt asnalega buff á sunnudagsmorgni eftir 10 tíma svefn, nýbúin að slafra í þig chiafræjum í morgunmat.” Mig langaði að hlaupa á eftir henni og faðma hana sem hefði að vísu verið ofbeldi með öllum þessum svita og segja henni að í gær hafi èg borðað pasta með tómatsósu í morgunmat, snakk um miðjan daginn og tvær pylsur í brauði í kvöldmatinn, … Lesa meira

Mannanafnanefnd

Satt best að segja þá hef ég alveg gríðarlega trú á mannkyninu. Ég sinni þannig starfi að ég fæ aftur og aftur að reyna og sjá hvað fólk getur verið viturt og vel meinandi, kærleiksríkt og klárt. Eftir því sem árunum í preststarfinu fjölgar verð ég hreinlega bjartsýnni á framtíðina, mér finnst mannkyninu fara í heild sinni fram og nýjar kynslóðir bæta einhverju mikilvægu við það sem þegar hefur verið uppgötvað. Það má svo sem vera að ekkert sé nýtt undir sólinni en þó er ljóst að á hverri mínútu fæðist ný og einstök manneskja undir þessari sömu sól sem gefur fyrirheit um breytingar. Einmitt þess vegna þarf reglulega að endurskoða viðmið og gildi samfélagsins, þarfir og þjónustu eins og t.d. mannanafnanefnd. Ég efast ekki um að mannanafnanefnd hafi orðið til af einskærri umhyggju fyrir ómálga og ósjálfráða þegnum þessa lands sem eiga bara sakleysið eitt í hjarta sínu og … Lesa meira

Rauða myllan er í Sjallanum

Þó undirrituð hafi bæði starfað sem barþjónn í Sjallanum og stigið þar villtan en alls ekki hylltan dans, við undirleik helstu ballhljómsveita 10.áratugarins hefði mig aldrei grunað að Sjallinn gæti hreinlega breyst í Rauðu mylluna. Sjallinn er hins vegar magnað hús og þegar hæfileikar ungra menntskælinga bætast við getur hann orðið heill ævintýraheimur, því fékk ég að kynnast síðastliðið föstudagskvöld er ég  fór að sjá uppfærslu Leikfélags Menntaskólans á Akureyri á söngleiknum Rauða Myllan. Á vef MA kemur fram að leikgerðin sé í höndum nemenda sjálfra og Garúnar leikstjóra. Meira en 80 nemendur taka þátt í uppsetningunni með leik, söng, dansi, hljóðfæraslætti, leikmyndar og leikmunagerð, búningahönnun, hári og förðun. Þá eru sýningarstjóri og aðstoðarleikstjóri úr hópi nemenda sem og hljómsveitarstjóri og danshöfundur. Þá eru ótaldir tæknimenn, auglýsingahönnuðir og reddarar.

Sýningin hefst í raun við inngang Sjallans þar sem hátíðlegur þjónn tekur á móti gestum og vísar til sætis á íslensku … Lesa meira

Að fara til kvensjúkdómalæknis

Ég var 17 ára gömul þegar ég fór fyrst til kvensjúkdómalæknis, sú ferð var ekki blandin sömu spennu og þegar ég fór  t.d. á fyrsta sveitaballið í Miðgarði í Skagafirði. Spennan við að fara til kvensjúkdómalæknis var frekar svona kvíðablandin á meðan spennan við að fara í Miðgarð var bundin þeirri  von að komast á feitan séns og vanga við lagið „Ekkert breytir því“ með Sálinni hans Jóns míns. Þarna var s.s. um mjög ólíka spennu að ræða en ég lifði hvort tveggja af og þessi fyrsta heimsókn til kvensjúkdómalæknis reyndist á endanum auðveldari en ég hafði ímyndað mér.

Eftir barneignir urðu ferðir til kvensjúkdómalæknis jafn sjálfsagðar og hversdagslegar og sjóða fisk og kartöflur á mánudagskvöldi  meðan verðurskeytin óma í gufunni. Við barnsfæðingu breytist líkami manns nefnilega í lítið Louvre safn sem fullt af ókunnugu fólki skoðar með ábúðarfullum  svip. Þá þýðir ekkert að vera eitthvað spéhræddur, maður verður bara … Lesa meira

Flugstjóri, flóttamenn og frelsun brjósta

Að trúa á upprisuna er ekki spurning um rökræðu. Upprisutrú fæðist með lífsreynslu. Mér hefur alltaf þótt flókið að segja börnum píslar og páskasöguna og kannski vil ég að svo sé, það væri svo sárt að sjá lítið andlit kinka skilningsríkt kolli við að heyra um krossfestingu Krists og upprisu það segði mér að barnið væri búið að reyna meira en eðlilegt getur talist, eins og hún Hudea, litla fjögurra ára  stúlkan í Atmeth flóttamannabúðunum í Sýrlandi. Þegar blaðaljósmyndari mundaði vél sína og hugðist taka af henni mynd rétti litla stúlkan upp báðar hendur til merkis um að hún gæfist upp. Hún hélt að ljósmyndarinn væri að miða á hana byssu. Myndin er nístandi opinberun þeirrar skelfingar sem þúsundir barna lifa við í okkar veröld.  Þessi stúlka myndi hugsanlega kinka kolli ef ég segði henni frá föstudeginum langa og píslargöngu Krists en ég vona svo heitt að hún fái líka … Lesa meira

Pensilín fyrir hjónabandið

Ég fæ stundum mentorpósta frá skólanum sem drengirnir mínir sækja þar sem farið er yfir  framgöngu þeirra og framkomu við samnemendur og kennara. Oftast eru þetta frekar jákvæðar fréttir en þó ekki alltaf, bara eins og gengur og gerist í mannheimum. Nema hvað, fyrir nokkrum vikum bárust mér þau tíðindi í gegnum mentor að eldri sonur minn sem er daglega í einhvers konar hormónarússi væri sí og æ að reka í górilluöskur í matsalnum svo mönnum brygði við. Fyrst þegar ég las þetta hugsaði ég með mér að þetta væri náttúrlega alvarlegt mál, það er vitað að ef fólki bregður mjög mikið meðan það er að matast þá er hættara við að það gleypi loft sem skilar sér aftur í stöðugum vindgangi þegar líða tekur á daginn.  Mér finnst vont að vita til þess að 13 ára sonur minn beri  ábyrgð á slíkum ófögnuði, ekki síst inn á heimilum sóknarbarna … Lesa meira