Áður en heimurinn varð til, var ekkert nema myrkur. Það sem ég var búin að eyða löngum stundum í að velta þessu fyrir mér sem barn og raunar langt fram á unglingsár, ég man eftir því að fara í einhvers konar hugleiðsluástand þar sem ég var að reyna að sjá fyrir mér hvernig þetta ekkert hefði getað verið og getur það yfirhöfuð verið að einu sinni hafi ekkert verið til? Ég man eftir tilfinningunni sem kom við þessa hugsun, það var svona eitthvað mitt á milli gremju og vantrúar. Nú er orðið mjög langt síðan að ég fór í þennan leik en hann rifjaðist upp fyrir mér á dögunum þegar ég var að meðtaka að nú væru aðeins hundrað ár síðan íslenskar konur fengu kosningarétt til alþingis. Hundrað ár er ekki svo langur tími, sérstaklega ef maður getur sett hann í ákveðið samhengi. Þegar ég hugsa til þess að báðar … Lesa meira
prestur