Einu sinni lærði ég á fiðlu. Áhuginn kom yfir mig eins og elding er ég fór sex ára gömul á sinfoníutónleika með foreldrum mínum, þá var egóið svo stórt í þessum annars litla sex ára líkama að ég heimtaði strax eftir tónleikana að pabbi hefði samband við Tónlistarskólann á Akureyri og innritaði mig til fiðlunáms, ég mátti engan tíma missa. Þá var stefnan ekki sett á að eignast vini eða efla félagsþroska heldur verða konsertmeistari.
Fyrst lærði ég að spila eftir svokallaðri Suzuki aðferð sem þá hafði nýlega rutt sér til rúms og fólst í því að leika eingöngu eftir eyranu. Það gekk ágætlega, efnisskráin samanstóð af Signir sól og Litlu andarungarnir. Ég hef alltaf ætlað mér að skrifa henni Lilju Hjaltadóttur sem kenndi mér þá og spyrja hvaða leiðir hún hafi farið til að viðhalda serótónínmagni líkamans því ég held að fyrir utan heila og taugaskurðlækningar þá sé þetta … Lesa meira