Lítil barnshönd læðir sér í lófa gömlu konunnar um leið og dyrnar að Oddeyrargötu 6 leggjast aftur. Ég er 7 ára á leið með Gerði ömmusystur minni niður á Amtsbókasafn, hún heitir Gerður en er kölluð Dæja líkt og miðsystir mín en ég kalla hana líka nöfnu þó hún sé það ekki í raun, þá finnst mér ég eiga enn meira í henni. Svo kalla ég hana líka Dæju gömlu til aðgreiningar frá systur minni en ég geymi það lýsingarorð fyrir sjálfa mig, Dæja veit að hún er gömul enda komin yfir áttrætt, lítil og grönn með grátt fíngert hár, skarpa andlitsdrætti og augu sem virðast svo agnarlítil í gegnum þykk hornspangagleraugu. Í raun hefur mér alltaf þótt hún Nafna svipa til Nóbelsskáldsins okkar og þó veit ég ekki til þess að nokkur skyldleiki sé þar á milli. En þó augun hennar Nöfnu virki lítil endurspegla þau stóra sál.
Dæja … Lesa meira