Skip to content

Author: Hildur Eir Bolladóttir

Konsertmeistarinn

Einu sinni lærði ég á fiðlu. Áhuginn kom yfir mig eins og elding er ég fór sex ára gömul á sinfoníutónleika með foreldrum mínum, þá var egóið svo stórt í þessum annars litla sex ára líkama að ég heimtaði strax eftir tónleikana að pabbi hefði samband við Tónlistarskólann á Akureyri og innritaði mig til fiðlunáms, ég mátti engan tíma missa. Þá var stefnan ekki sett á að eignast vini eða efla félagsþroska heldur verða konsertmeistari.

Fyrst lærði ég að spila eftir svokallaðri Suzuki aðferð sem þá hafði nýlega rutt sér til rúms og fólst í því að leika eingöngu eftir eyranu. Það gekk ágætlega, efnisskráin samanstóð af Signir sól og Litlu andarungarnir. Ég hef alltaf ætlað mér að skrifa henni Lilju Hjaltadóttur sem kenndi mér þá og spyrja hvaða leiðir hún  hafi farið til að viðhalda serótónínmagni líkamans því ég held að fyrir utan heila og taugaskurðlækningar þá sé þetta … Lesa meira

Hin lamandi skömm

Þegar Jesús er að reisa við lamað fólk samkvæmt frásögnum Biblíunnar er hann þá raunverulega að gefa mænusködduðu fólk mátt til að ganga eða er þessi lömun sem um ræðir kannski annars eðlis? Ég verð að viðurkenna að hérna áður fyrr þóttu mér kraftaverkasögurnar í Nýja testamentinum alltaf svolítið vandræðalegar, ég reyndi jafnvel að skauta framhjá þeim bæði í sunnudagaskólanum og  í fermingarfræðslunni. Ég trúi nefnilega  á algóðan Guð en ég hef aldrei verið upptekin af því að líta á hann eða hana sem almáttuga. Almættis stimpillinn er flókinn, lífið er fullt af þjáningu, gott fólk verður fyrir miklum harmi. Guð gaf okkur öllum líf en það er samt fjári ófullkomið , þetta er líf sem felur í sér þjáningar og dauða, á sama tíma er það líka fallegt og gott, það er raunar hvort tveggja í senn, aldrei bara gott og kannski aldrei bara slæmt. Ég hugsaði þetta einmitt … Lesa meira

Engan hrísvönd þessi jól

Jólin nálgast og grýla er ekki dauð líkt og fimm ára sonur minn heldur staðfastlega fram í fyrirvaraleysi æsku sinnar.  Við fullorðna fólkið höfum nefnilega mörg hver haldið henni á lífi með óþarfa frammistöðukvíða fyrir jólahaldinu. Þar er undirrituð alls engin undantekning enda gæti ég ekki fjallað um þetta án þess að koma við kaunin á sjálfri mér. Nú er enginn hörgull á góðum ráðum í pistlum og viðtölum fyrir jólin þar sem margir góðir vitringar hamra á mikilvægi þess að greina kjarnann frá hisminu og  njóta aðventunnar í stað þess að hlaupa milli búða og lúta mammon með visakorti, yfirdrætti og víxli. Allt þetta tal um að einfalda líf sitt, forgangsraða og njóta líðandi stundar og jarí jarí dúlli dei. Ég hef flutt fjöldan allan af svona prédikunum en fer þó alltof sjaldan eftir þeim, af því að hvernig í ósköpunum á maður að geta einfaldað líf sem er … Lesa meira

Ást á annarri öld

Ég sat með ungum nýgiftum hjónum á dögunum þar sem við ræddum m.a. breytingar á stefnumótamenningu landans. Þau voru að uppfræða okkur gamla fólkið um ný öpp sem eru til þess gerð að para fólk saman eftir áhugamálum, útliti ofl sem hægt er að greina á rafrænu formi, eitt það vinsælasta kallast Tinder og er víst að gera allt vitlaust og ef fram heldur sem horfir  stefnir í alsherjar barhrun hér á landi enda þurfa menn nánast að verða sér út um kúlulán til að fjárfesta í einum perlandi á íslenskri krá . Á Tinder fer fram mjög markviss flokkun í annað hvort já eða nei og ef tveir aðilar segja já við hvor öðrum þá fer eitthvert ferli af stað sem getur leitt til þess að fólk hittist. Þetta er ekki ósvipað þeim tímamótum þegar heimabankarnir komu til sögunnar og maður þurfti ekki lengur að bíða pirraður í röð … Lesa meira

Menning er sálgæsla

Þegar ég var 10 ára var ég haldin alveg gríðarlegum menningar og menntahroka. Þá hafði ég einhvern veginn mjög sterkt á tilfinningunni að ég væri bullandi námsséni og ætlaði mér sko ekki að sættast á minna en eina doktorsgráðu þegar ég yrði stór, helst tvær. Þetta gerði það að verkum að ég var óforbetranlegur bessewisser og stóð kinnroðalaust aftur og aftur upp í hárinu á kennurum mínum með ósvífni og þótta að vopni, enn í dag grunar mig að eurovisionframlagið „Þá veistu svarið“ í flutningi Ingibjargar Stefánsdóttur hafi verið óður til bernsku minnar. Menningarhroki minn fólst aðallega í því að vera undantekningarlaust sammála föður mínum þegar kom að því að ræða tónlist, hann hafði alveg heiðarlega yndi af klassískri tónlist, hann gat setið og lygnt aftur í augunum í stofusófanum og hlustað á Joan Sutherland, Jussi Björling, Verdi, Vivaldi  ofl án þess að láta truflast af umhverfinu. Mér fannst hins … Lesa meira

Að hafa samúð með sjálfum sér

Nú stendur yfir meistaramánuður í íslensku samfélagi, þátttaka er vissulega valkvæð en  áhrifa gætir engu að síður í almennri umræðu, sumir taka þetta alvarlega og setja sér mjög skýr markmið á meðan aðrir hafa nákvæmlega engan áhuga á því að taka þátt.

Ég hef persónulega ákveðið að verja meistaramánuðinum í það hafa örlítið eða jafnvel talsvert meiri samúð með sjálfri mér og helst ekki hætta því þegar nóvember gengur í garð því þá reynir nú fyrst á sjálfsástina er jólaannir þokast nær.

Nú gæti verið að einhverjir túlki þetta markmið mitt annars vegar sem yfirgengilega sjálflægni eða hreinlega aumingjaskap enda lifum við í tíðaranda sem er sífellt að krefjast þess að við herðum okkur, gefum í, bætum við, eflum sektarkenndina og síðast en ekki síst bjóðum skömminni í kaffi.

Þegar ég var átta ára gömul var ég látin læra svokallaða speglun í stærðfræði í Grenivíkurskóla, ég man að foreldrar mínir … Lesa meira

Í minningu vinar

Ég veit ekki hvort þið deilið með mér húmor  fyrir dönsku trúðunum eða þáttunum um þá Frank og Casper sem ríkissjónvarpið sýndi fyrir nokkrum árum. Ég veit að þeir fara oft býsna langt yfir strikið og ögra sómakennd fólks, rífa í gildi og viðmið og hrista til hugmyndir okkar um það sem er leyfilegt. Ég hef ósjaldan átt samræður við fólk  um eðli þessa húmors og smekklegheit. En þeir félagar hafa líka gert eina bíómynd í fullri lengd. Ég man einmitt þegar ég sat í sal Nýja bíós og horfði á þessa hrellimynd, þá var ég einmitt nýkomin til prestsstarfa hér á Akureyri sem gerði þetta nú kannski ekki auðveldara  og rann dýpra og dýpra  niður í sætið, grúfði mig í úlpukragann á meðan þeir félagar drógu okkur með sér í eitthvert ótrúlegasta húsfeðraorlof sem vitað er um. Það er skemmst frá því að segja að ég fór ekki fram … Lesa meira

Að vera “trúari”

Hefurðu spáð í hvað samskipti hjóna eða para hafa ólík en oft mikil áhrif á þig sem ert þeim nærri? Sum pör eru alltaf hátt uppi í hrifningu sinni á hvort öðru og virðast leitast eftir því af fremsta megni að sanna fyrir heiminum að þau sé brjálæðislega ástfangin, maður samgleðst þeim en skilur samt ekki af hverju þau geti ekki bara slakað á, þau eru búin að finna hvort annað og það er það sem skiptir máli. En svo eru önnur pör sem leggja sig fram um að vera gremjuleg og pirruð við hvort annað og leita jafnvel stuðnings þeirra sem eru í kringum þau, nota tækifærið til að varpa neikvæðu ljósi á makann á meðan einhver vitni eru að því eins og það sé leiðin til að vinna úr óuppgerðum sársauka og vonbrigðum. Þú mátt alls ekki misskilja mig með ástföngnu pörin, það gleður mig mjög að vera … Lesa meira

“Stökktu yfir hestinn”

“Jæja Hildur mín stökktu nú yfir hestinn, svona láttu nú bara vaða, þú getur þetta.“ „Er það skylda?” spyr ég með skjálfandi röddu og horfi á alla hina krakkana í bekknum sem eru flest einum fimmtán kílóum léttari en ég, sumar stelpurnar jafnvel tuttugu. Það gerðist eftir að ég uppgötvaði ristað brauð með smjöri og rabbabarasultu og fannst dálítið fín hugmynd að borða kannski fjórar sneiðar í staðinn fyrir tvær. „Já, það er skylda og nú lætur þú bara  vaða  Hildur Eir“, segir Guðrún íþróttakennari og horfir á mig hvössum augum, varirnar bera gamal gróinni festu glöggt merki, þessi íþróttakennari er með svo langar fætur að hún veit ekki einu sinni hvað það er að stökkva, hún gæti hæglega klofað yfir hestinn þannig að ég er ekki líkleg til að kveikja nokkra samúð hjá henni.  Ég er 10 ára og ég hata íþróttir og ég veit að nú er engin … Lesa meira

Flugpresturinn

Sumir halda að preststarfið sé eitthvert óvenjulegasta starf í heimi. Sjálf hef ég stundum gælt við þá hugmynd eftir daga þar sem ég hef haft aðkomu að svo ólíkum atburðum og tímamótum í lífi fólks að ég veit varla hvort ég er á mála hjá jólasveininum eða Jesú. Að vísu eiga þeir það báðir sameiginlegt að vera gjafmildir þó að jólasveinninn sé nú heldur veraldlegri í hugsun. Það sem ég á við er að preststarfið er svo fjölbreytt að það rúmast illa innan ákveðins ramma, sem málverk væri það hugsanlega fest á blindramma. En getur ekki verið að fleirum líði svona gagnvart sínu starfi? Erum við ekki öll á einhvern máta að gegna óvenjulegum störfum sem hafa oft teygjanlegan ramma? Og ef betur er að gáð sjáum við þá ekki ýmis líkindi með störfum hvers annars þó burðarverkið sé e.t.v. ólíkt?

Þegar ég fer að íhuga málið betur þá skýtur … Lesa meira