Skip to content

Author: Hildur Eir Bolladóttir

Fávitinn

Þetta er ekki skrifað til að segja „ Sjáið sjáið! hvað ég er góð og hvað ég geri alltaf allt rétt og fallega í lífinu mínu.“ Af því að það er einfaldlega ekki þannig. Ég er oft fáviti, tala stundum illa um annað fólk, öfunda, finn til afbrýðissemi, er löt, heimsk og óheiðarleg. Ég hef sannarlega sært fólk og svikið.

Minn stóri kostur miðað við að vera fáviti er hins vegar sá að mér dettur ekki eina stund í hug að ég sé eitthvað annað en þessi umræddi fáviti og þegar öllu er á botninn hvolft hef ég fundið það út að hlutverk mitt sem fávita í lífinu sé að  hjálpa öðrum að bera kennsl á fávitann innra með sér. Mér þykir alveg vænt um fávitann mig og ég held meira að segja oft með honum, það kemur til af því að Jesús sem ég treysti best af öllum hefur … Lesa meira

Gjaldkerinn hennar mömmu

Mamma mín er 84 ára að aldri, hún er nákvæmlega helmingi eldri en ég. Mamma var sum sé 42 ára þegar hún átti mig og þótti nokkuð seint í þá daga þegar flestir höfðu lokið barneignum fyrir þrítugt. Mamma er víðlesin, athugul, húmorísk og enn býsna minnug á meðan skrokkurinn er farinn að hopa undan tímans þunga nið. Undanfarin ár hefur sjúkrahúslegum fjölgað ört. Það sem af er þessu ári hefur mamma tvisvar verið flutt fárveik á sjúkrahús með sýkingar sem herja á öldruð líffærin. Ellin getur verið erfið og ágeng og eins gott að æðruleysi fylgi oft auknum aldri. Mamma hefur nú legið á sjúkrahúsi undanfarnar tvær vikur en er öll að hjarna við. Sú staðreynd að lungnabólga og léleg súrefnismettun, hár hiti og öndunarfiðleikar hafi herjað á móður mína kemur þó ekki í veg fyrir að hún muni eftir að greiða sínar skuldir. Sem prókúruhafi hennar fól hún … Lesa meira

Það sem hefur bjargað lífi mínu

Það eru ákveðnir hlutir sem maður tileinkar sér í lífinu og viðheldur án þess að fá strax svör við því hvers vegna. Það getur meira að segja verið eitthvað sem maður þarf að eyða orku í að réttlæta fyrir öðrum eða jafnvel sjálfum sér. Af einhverri óútskýrðri þrautseigju heldur maður samt áfram að iðka sitt af því að einhver staðar í undirmeðvitundinni skynjar maður að það er einfaldlega rétt og kannski liggur það ekki einu sinni svo djúpt sem í undirmeðvitundinni heldur einfaldlega í brjóstvitinu þar sem ég held að himnaríki okkar sé fyrst að finna. Tvennt hef ég iðkað frá unga aldri sem mér hefur verið gert að réttlæta fyrir öðru fólki á ákveðnum stundum og tímabilum í lífi mínu. Annars vegar er það trúin á Jesú Krist og hins vegar eru það útihlaup. Nú hefur það sannast að hvort tveggja mun hafa bjargað í lífi mínu, í sko … Lesa meira

Ef þér er mikið gefið,þá má lífið ætlast til mikils af þér

Ef þér er mikið gefið, þá má lífið ætlast til mikils af þér.

Fólk sem býr yfir miklum hæfileikum og getu til að beina þeim í góðan farveg þarf nauðsynlega að vera auðmjúkt gagnvart almættinu en ekki síst samferðarfólki sínu og samfélaginu sem það tilheyrir. Kári Stefánsson er dæmi um mann sem er mikið gefið, yfirburðarmaður á sínu sviði, mælskur og myndarlegur, púllar gallaskyrtu á sjötugsaldri næstum betur en Thor heitinn Vilhjálmsson eðaltöffari en reyndar bara næstum því og þá er nú mikið sagt. Suma daga, sérstaklega þegar ég er að byrja á túr, finn ég fró í  að hlusta á alhæfingar Kára Stefánssonar um menn og málefni, einfaldlega vegna þess að hormónarnir mínir eru í uppnámi og ég svo fegin að einhver skuli nenna að orða líðan mína sem þó er í engu samræmi við þau yndislegu lífsgæði sem ég bý við eða almenna rökhugsun og háttvísi.

En sem … Lesa meira

Draumur King er enn svarið

Bandarískt samfélag brennur af angist í kjölfar andláts blökkumannsins George Floyd eftir óskiljanlega handtöku tveggja lögreglumanna sem sinntu ekki ákalli þolanda né sjónarvotta um að láta af hrottaskap sem að lokum dró sakborning til dauða. Sakargiftir voru grunur um að Floyd hefði greitt fyrir vöru með fölsuðum peningaseðli, brot sem á engan hátt getur kallað á svo ofsfengin viðbrögð af hálfu yfirvalda. Aftökunni er nú mótmælt harðlega en þjóðvarnarlið hefur verið virkjað í tuttugu og sex fylkjum Bandaríkjanna.

Andlát George Floyd er talið vera dropinn sem fyllir mæli eftir áralanga eða raunar aldalanga mismunun þeldökkra og hvítra innan Bandaríkjanna sem kristallast hefur meðal annars í harkalegri framgöngu lögreglu gagnvart fyrrnefndum hópi.

Það er í raun eitthvað svo óraunverulegt að sitja árið 2020 og skrifa pistil um kerfislægt ofbeldi gegn þeldökku fólki og aðskilnaðarstefnu sem leynt og ljóst gildir í lýðræðisríki líkt og Bandaríkjunum. En þar liggur einmitt kannski kjarni málsins, … Lesa meira

Láttu nú ljósið

Láttu nú ljósið þitt

loga við rúmið mitt

hafðu þar sess og sæti

signaði Jesús mæti.

 

Ég lærði þessa bæn sem lítið barn og hef farið með hana á hverju kvöldi síðan. Fyrst Faðir vor og svo Láttu nú ljósið þitt. Allsgáð og ölvuð, uppnæm og glöð, kvíðin og sorgmædd, alltaf er þessi bæn það síðasta sem fylgir mér inn í svefninn. Þessa dagana er ég í geislameðferð við krabba og í fyrstu geislunum þegar línuhraðallinn snerist í kringum miðsvæði líkamans, miðandi á meinið eins og vel þjálfaður hermaður sveif ég inn í bænina. Allt í einu var ég farin að þylja „ Láttu nú ljósið þitt“ aftur og aftur í hljóði, í friðsælli einveru með Guði og ljósinu hans, böðuð geislum tækninnar, svo þakklát fyrir að eiga trú og bæn í aðstæðum sem ég hef annars enga stjórn á.… Lesa meira

Aldrei of stór til að þiggja hjálp

Ég heiti Hildur Eir og safna óvenjulegum greiningum. Geðkvillinn sem hefur fylgt mér frá unglingsaldri heitir árátta og þráhyggja. Yfir honum hefur hvílt þögn og skömm til þessa dags og einmitt þess vegna ákvað ég fyrir nokkrum árum að skrifa um hann bók, ekki dagbók fyrir sjálfa mig að lesa heldur bók sem var gefin út í nokkur þúsund eintökum og seldist ágætlega í flestum bókabúðum landsins. Gömul vinkona sagði við mig ekki alls fyrir löngu „ Hildur þú hefur nú alltaf haft smá þörf fyrir að ögra“ ég hugsa að þannig hafi ég verið sem unglingur eitthvað fram eftir aldri. Það sem hefur átt sér stað á seinni árum þegar ég hef brotist fram með allskonar yfirlýsingar og efnislýsingar á oft undarlegri lífsreynslu tengist miklu fremur minni eigin forvitni og undrun yfir lífinu og vangetunni til að halda kjafti um það. Mér finnst einhvern veginn að sem samferðamanneskja annarra … Lesa meira

Þar sem ég skríð upp í fang umhyggjunnar

Þrjár konur komu að gröfinni á páskadagsmorgni. Þrjú lífsgildi komu að gröf  Jesú á páskadagsmorgni, þau kærleikur, umhyggja, hugrekki.

Mig langar að tala um umhyggjuna. Það er ekki erfitt þessa dagana, við erum bókstaflega vafin umhyggju úr ýmsum áttum, samfélagið er borið uppi af umhyggju fjölmargra starfsstétta en líka af þjóðarsálinni sjálfri. Umhyggju sýnum við hvert öðru með því að fylgja fyrirmælum fagfólks, með því að sýna þolgæði í krefjandi aðstæðum, já með því að vanda okkur sérstaklega í samskiptum þar sem margir eru óvenju kvíðnir og viðkvæmir nú um stundir. Fjölmargir óttast um heilsu sína og sinna nánustu, óttast um afkomu, hafa jafnvel misst vinnuna að hluta eða alveg. Mörg erum við þreytt á löngu tilbreytingarleysi og einangrun að loknum vetri sem gaf lítið svigrúm til ferðalaga sökum veðurlægða, hvar ein tók við af annarri. Umhyggja er líka að vita að sumir lifa alla daga, ár eftir ár við … Lesa meira

Elskaðu mikið, elskaðu meira

Við lif­um í lausnamiðuðum heimi. Ef eitt­hvað er að þá er eitt­hvað hægt að gera. Við eig­um tækni, lyf og alls kyns verk­færi til að leysa ótrú­leg­asta vanda. Eina sem ekki er hægt að leysa nú frek­ar en áður er sorg­in. Þó detta sum­ir í þá gildru að kalla eft­ir skyndi­lausn­um, þá helst þeir sem standa álengd­ar og finna til van­mátt­ar að geta ekki komið til hjálp­ar. Oft hef ég fengið upp­hring­ing­ar frá vin­um og ná­grönn­um syrgj­andi fólks með ákall um hvort ekki sé eitt­hvað hægt að gera, setn­ing­in „þau verða að fá ein­hverja áfalla­hjálp“ hljóm­ar þá oft eins og „það verður að skera mann­eskj­una upp og taka meinið“. Áfalla­hjálp og sorg­arsál­gæsla er hins veg­ar ekk­ert annað en sam­fylgd á göngu sem eng­inn veit hvað var­ir lengi. Þess vegna líður manni aldrei eins og redd­ara eða hetju í hlut­verki sál­gæt­is­ins, ekk­ert gifs, eng­in verkjalyf og held­ur eng­in orð sem geta … Lesa meira

Öll saman á Golgata

Páskafastan hefur heldur betur hlotið nýja merkingu í ár. Sjövikna fastan sem hefst á öskudegi og stendur fram á páskadag er tíminn þar sem kristnu fólki er ætlað að búa sig undir það lán að fá að fæðast að nýju á páskum. Föstutímann á kristin manneskja að nota til að endurhugsa líf sitt og hlusta betur eftir hinum raunverulegu lífsgæðum og tileinka sér þau betur en áður, sem sagt gæðunum sem að Jesús frá Nasaret lagði aðal áherslu á. Þau myndu í stuttu máli vera þessi: Að hlúa að öllu sem lifir. Að elska Guð í mönnum, dýrum og náttúru.

Sú páskafasta sem nú stendur yfir býður raunar ekki upp á aðra möguleika en þá að hlúa að sköpunarverkinu, í ár er sum sé ekki um margar leiðir að velja. Aðrir hlutir og dauðir hlutir, verða víst að mæta afgangi vegna þess að nú geysar veira sem ógnar mannslífinu um … Lesa meira