Í nýútkominni ljóðabók sinni Haustaugu yrkir öldungurinn Hannes Pétursson eftirfarandi ljóð
Hinstu þakkarorð sem ég skrifa
þau skrifa ég
eingöngu
með andardrætti mínum
á örk
úr alhvítri birtu.
Þau orð
munu ástvinir mínir
einir geta lesið.
Þau skildu ævinlega
andardrátt minn
Er ekki ástin einmitt það að þekkja andardrátt þess sem þú elskar? Er það að elska ekki einmitt að leggja sig eftir andardrættinum og festa sér í minni? Manstu þegar þú varst heima með hvítvoðung, vaknaðir um miðja nótt til að hlusta eftir andardrætti hans, lagðir fingur að vitum barnsins til að gá hvort andaði ekki örugglega? Þekkja ekki allir foreldrar þann gjörning meðan börnin eru svona agnarsmá og varnarlaus?
Ég stóð inn í bókabúð á aðventunni og fletti í gegnum jólabækurnar, kom þá auga á þessa bók hans Hannesar, eins af mínum eftirlætis skáldum, svo flínkur að teikna upp fallegar myndir, vitur og … Lesa meira