Mörgum hjónaböndum lýkur vegna þess að annar aðilinn eða báðir telja sig ekki lengur elska makann. Þegar frá líður skilnaði undrar fólk sig á því að hamingjan láti á sérstanda svo þegar betur er að gáð kemur í ljós að það var ekki makinn sem svo erfitt var að elska. Auðvitað er hér aðeins dregin upp ein mynd af fjölmörgum þegar kemur að hjónaskilnuðum og stundum er ástæða þeirra mjög augljós og skýr og skilnaður hið eina rétta í stöðunni.
Ég hef alveg upplifað mig óhamingjusama í mínu hjónabandi og velt því fyrir mér hvort ekki væri einhver annar þarna út í veröldinni sem myndi skilja mig betur og styðja með markvissu hrósi og uppörvun að ég tali nú ekki um að gera líf mitt að einu samfelldu ævintýri , já einhver sem væri alltaf að koma mér skemmtilega á óvart.Ég man að ég hugsaði þetta stundum þegar ég var … Lesa meira
prestur