Mér finnst alltaf svolítið erfitt að svara spurningunni „ertu mjög trúuð?“ Þetta er eiginlega svona klemmuspurning, ef ég svara henni játandi má ætla að ég líti á sjálfa mig sem mjög GÓÐA manneskju og það er eiginlega bara vont en ef ég svara henni neitandi þá gæti einhver efast um heilindi mín í preststarfinu að ég sé kannski bara að þiggja opinber laun á fölskum forsendum. Mér finnst betra að svara spurningunni „trúirðu á Jesú Krist?“ Þá er ég nefnilega ekki lengur miðpunktur trúarinnar heldur Jesús sem ég dáist að og er mín helsta fyrirmynd í lífinu. Það hversu mikla trúmanneskju ég tel mig vera skiptir heldur engu máli a.m.k ekki fyrir mannkynið en það er einmitt það sem trúin á að gera, skipta máli fyrir mannkynið. Enn sem komið er hefur ekki verið fundinn upp trúþrýstingsmælir sem nemur andagiftina en miðað við t.d. Bumbubanann þá er þetta ekki svo … Lesa meira
prestur