Bænin er sögð andardráttur trúarinnar, á sama hátt mætti segja að listsköpun sé súrefni allra samfélaga. Við tölum um að njóta menningar og lista, það er gott og gilt en þó ekki eini tilgangurinn, listin er líka til þess fallin að spegla sálarlíf okkar og hjálpa okkur að koma auga á allt hið sammmannlega í þessum heimi. Listin tjáir vilja til að stuðla að friði þótt hún geri það raunar oft með því að láta ófriðlega, ögra og jafnvel reiðast alveg eins og Jesús, þess vegna var Jesús einmitt bæði frelsari og listamaður, það má jafnvel líta svo á að hann hafi frelsað með list sinni.
Hvaða list okkur finnst góð er síðan allt annar handleggur og eitthvað sem jafn erfitt er að rökræða eins og kannski það að verða ástfanginn af annarri manneskju. Ef þú getur fært alveg köld rök fyrir makavali þínu þá veit ég ekki hvort ég … Lesa meira
prestur