Ég er búin að fatta hvers vegna ég finn til svona mikillar samkenndar með listamönnum í umræðunni um listamannalaun, í fyrsta lagi er það vegna þess að í mínum augum er listin hreinlega andardráttur mannlífsins og hins vegar er það vegna þess að það eru talsverð líkindi milli umræðunnar um list og trú og listamenn og þjóðkirkjuna, það er stórkarlastemningin sem hljómar einhvern veginn svona “af hverju að ausa peningum í hindurvitni sem valda börnum bara heilaskaða eða listsköpun sem hver sem er gæti nú framkvæmt, ha! það þarf nú engan meistara til að sletta smá málningu á striga hahahaha, af hverju að fara á tónleika þegar maður getur hangið á kommentakerfinu?“ Í alvörunni, er þetta þjóðarsálin sem við viljum varðveita, þjóðarsálin sem sér ekki gæði í öðru en að draga fisk úr sjó og fara á Þorrablót?
Mér dettur í hug í þessu samhengi að dauðinn sem er nú … Lesa meira
prestur