Á liðinni aðventu nutum við starfsfólk Akureyrarkirkju þeirra forréttinda að taka á móti fyrstu bekkingum grunnskóla bæjarins og leiða þau inn í jólaguðspjallið með þátttöku barnanna sjálfra. Prestar kirkjunnar, organisti og æskulýðsfulltrúi tóku að sér nokkur hlutverk, meðal annars sögumanns, Ágústusar keisara, Gabríels engils og gistihúsaeigandans en börnin sjálf léku engla, hirða, vitringa og Maríu og Jósep. Farin var ferð neðan úr kapellu og lengst upp á kórloft sem breytt var í himnaríki þar sem Gabríel erkiengill tók á móti okkur með undurfögrum söng. Í anddyri kirkjunnar sátu síðan fátæku fjárhirðarnir við eld úr kertalukt æskulýðsfulltrúans. Það lúrði líka leikfangaúlfur í horni eins og táknmynd fyrir Heródes konung, sumum fannst hann helst til of raunverulegur, það finnst okkur líka um öll stríðandi öfl í heiminum í dag. Gistihúsaeigandinn kom fram úr prédikunarstólnum og neitaði unga parinu frá Nasaret um gistingu en bauð fjárhús sín sem sárabót. Fjárhúsin voru inn við
prestur