Aldrei hefði mig grunað þegar ég lauk guðfræðiprófi fyrir um áratug síðan með kandidatsritgerð um samskipti Jesú við samversku konuna sem hann leysti úr ánauð fordóma og kynjamisrétti, að þegar ég færi út í starf sem prestur ætti mér stundum eftir að líða eins og ég ynni í klámiðnaðinum.
Ég var innblásin af nýrri guðfræði sem dr.Jón Ma Ásgeirsson og dr.Arnfríður Guðmundsdóttir ofl kennarar við deildina höfðu kynnt okkur nemendur fyrir. Jón heitinn sneri við öllum steinum í fjörunni og stillti okkur upp við vegg, spurði hvernig við ætluðum að boða upprisu í samfélaginu þannig að upplýstur nútímamaðurinn gæti fundið þar merkingu, kinnroðalaust. Hjá Jóni fór ég fyrst að sjá upprisuna í margbreytilegu ljósi, ekki bara sem von um að lífið hefði ríkan tilgang þrátt fyrir þjáningar og dauða, heldur fór ég líka að sjá þennan undarlega atburð sem von um að baráttu fyrir félagslegu réttlæti væri alltaf þess virði … Lesa meira