Skip to content

Hildur Eir Bolladóttir Posts

Hamingjuspikið

Í lok ágúst um það leyti sem haustkul háloftanna læðist inn fjörðinn og raular nokkra rökkursöngva, verð ég alltaf jafn undrandi. Ekki yfir tímanum sem slíkum og kapphlaupi hans heldur þeirri staðreynd að ég skuli alltaf safna spiki hvert einasta sumar án þess að draga nokkrar ályktanir af hegðun minni. Ef ég væri skógarbjörn þá væri þetta fullkomlega eðlilegt en af því að maður býr nú í tiltölulega vel fíruðu húsnæði og með Bónus í bakgarðinum þá er þetta nánast óskiljanlegt. Eða svo fannst mér a.m.k þangað til ég las bók Gunnars Hersveins heimspekings sem nefnist Gæfuspor, þá öðlaðist ég nefnilega algjörlega nýja sýn á spikið. Þar tekst Gunnari Hersveini  hið ómögulega þ.e.  að gefa þessu illskeytta hugtaki fallega merkingu, þegar hann talar um hamingjuspikið sem fóðrar sálina. Og þá fór ég einmitt að hugsa hvort það kæmi ekki líka til af góðu að maður bætti svolitlu á sig á … Lesa meira

Af áráttu og þráhyggju

Ég er haldin áhugaverðri röskun sem á fræðimáli er skammstöfuð OCD eða obsessive compulsive disorder en kallast einfaldlega áráttu og þráhyggjuröskun á íslensku. Þessi lífsförunautur sem ég valdi ekki sjálf að gefast, tróð sér inn í líf mitt þegar ég var á táningsaldri, ég man alltaf fyrstu heimsókn hans en það var um jólaleytið þegar ég var í 8.bekk og hafði venju samkvæmt sent öllum bekkjarsystkinum mínum jólakort, á einhverjum tímapunkti eftir að kortin fóru í póst áttaði ég mig á því að ég hafði skrifað jól með stórum staf inn í öll kortin, ég hafði s.s. gert þau afdrifaríku mistök á annars hnökralausum vetri og við tók jólafrí þar sem sú hugsun barði á sálarlífi mínu og sjálfsmynd að nú héldi allur bekkurinn að ég væri tiltölulega illa gefin. Svo liðu árin og þessi áleitna boðflenna gerði æ oftar vart við sig, fullkomnunarárátta sem gjarnan beindist að einhverju sem … Lesa meira