Skip to content

Hildur Eir Bolladóttir Posts

Hughreysti er mikilvægasta hreystin

Kraftaverkasögurnar í guðspjöllunum þar sem Jesús læknar sjúka, reisir við lamaða, gefur blindum sýn eru mörgum mjög framandi. Hver er eiginlega merking þeirra, að Guð lækni útvalda? Geri kraftaverk á sumum en ekki öðrum? Við vitum að heimurinn er fullur af fólki sem glímir við vanheilsu og þarf nauðsynlega á lækningu að halda.

Það er svolítið magnað að uppgötva hvernig skilningur manns á Biblíunni helst þráðbeint í hendur við þroska manns á öðrum sviðum, bara þegar ég var að hefja minn prestskap man ég eftir að hafa átt í svolitlu basli með kraftaverkasögurnar, skildi þær illa og þá fyrst og fremst sem opinberun á guðdómi Jesú en var samt einhvern veginn ekki alveg að kaupa þá skýringu sjálf, leið svolítið eins og  þeir sem nutu hans lækninga væru bara tilraunadýr eða sýniseintök fyrir guðdóminn. Þá hafði ég bara þá ekki lifað nógu lengi til að geta fjallað um þessar sögur … Lesa meira

Takk mamma

Ég á aldraða móður sem segir mér oft sömu sögurnar aftur og aftur. Það athyglisverða er að henni tekst alltaf að segja þær aftur og aftur eins og hún sé að segja þær í fyrsta sinn. Pabbi hennar var nákvæmlega eins, fæddur 1901, loftskeytamaður á gömlu fossunum og sigldi í stríðinu, hann sagði manni sömu sögurnar aftur og aftur og alltaf eins og þær væru alveg glænýjar af færibandinu. Ég hitti hann reyndar ekki eins oft og mömmu þannig að í sjálfu sér kom það ekki að sök. Það gerir það heldur ekki með mömmu. Í sumar hóf hún eina af sínum stórbrotnu frásögum af bernskubrekum okkar systkinanna  þegar ég byrjaði eitthvað að ranghvolfa augunum og dæsa, snarþagnaði þá sú gamla, horfði á mig með bland af sársauka og undrun í augum og sagði „viltu frekar að ég sé að tala um hægðir og heyrn á gamalsaldri, gigt og kæfisvefn?“ Lesa meira

Hroki veit á hrun

Ég get ekki annað en talað um hógværðina, hún hreinlega öskrar á mig þessa dagana að fjalla um sig þótt líklegra væri raunar að hún myndi frekar hvísla og segja mér þannig að staldra við og íhuga ráð mitt.

Tengdafaðir minn sálugi var einn hógværasti maður sem ég hef kynnst, ég var mjög lengi að venjast hógværðinni hans í upphafi vega um leið og hann átti oft fullt í fangi með að meðtaka framhleypni mína og ríka tjáningarþörf. Svo þrátt fyrir að virðing og væntumþykja hafi strax einkennt samskipti okkar þá tel ég næsta víst að hann hafi oft dæst yfir mér og minni forvitni og gassagangi meðan ég pirraðist yfir gegndarlausri hógværð hans og lítillæti. Það mátti aldrei hrósa honum og helst ekki spyrja hann um hans hagi, ég aftur á móti flutti honum reglubundar  fréttir af mínu lífi, í fortíð og nútíð þótt aldrei muni ég til þess … Lesa meira

Alltaf von

Við fórum nokkrar vinkonur saman til New York um síðustu helgi að heimsækja sameiginlega vinkonu okkar sem þar býr. Á laugardeginum tókum við stefnuna niður að Ground Zero þar sem tvíburaturnarnir stóðu til 11.september árið 2001 þegar tveimur farþegaþotum var flogið á þá með þeim afleiðingum að þeir hrundu og um 3000 manns létu lífið. Við sem erum komin aðeins yfir tvítugt munum mætavel hvar við vorum stödd þegar sá skelfilegi atburður átti sér stað, mér finnst eins og hann hafi gerst í gær enda skelfing af þeirri stærðargráðu sem tekur mörg ár og áratugi að vinna úr og meðtaka. Stundum finnst mér eins og gjörvallur heimurinn hafi aldrei orðið samur eftir þennan atburð, ég veit mætavel að hann verður aldrei samur hjá þeim sem misstu ástvini þennan örlagaríka dag en í raun er eins og eitthvað hafi líka brostið þarna í sálarlífi alls heimsins. Það væri þó einföldun að … Lesa meira

10 reglur á Facebook

  1. Ef þú hefur ekki húmor þá er líklega betra að vera á Instagram en Facebook.
  2. Ekki taka færslu annarra í gíslingu. Ef þér finnst einhver færsla alveg rosalega fyndin þá er oft nóg að læka eða setja broskall nema þú þekkir viðkomandi það vel að þú getir skotið á hann, vitandi hvar mörkin liggja.
  3. Oft er gott að lesa færslur, alveg til enda.
  4. Ekki tala um eiganda færslunnar í þriðju persónu á hans eigin þræði, það er hrikalega krípí.
  5. Stundum er gott að skoða hvort líkur séu á að eigandi færslunnar muni einhvern tíma eiga samleið með manni í skoðunum áður en lyklaborðið er mundað, stundum veit maður að gildismat er svo ólíkt að rökræður verða bara eins og að klóra sér í exemi.
  6. Stundum má skrolla niður fréttaveitu án þess að kommenta.
  7. Það eru allar líkur á því að þú munir einhvern tíma mæta þeim sem þú ræðir við
Lesa meira

Barnið

Hver sem húðlitur þinn er,

dökkur eða ljós

Hvert sem kyn þitt er,

karl, kona eða hán.

Hver sem kynhneigð þín er,

pan, sam eða ei.

Hver sem atvinna þín er,

múrari, mannréttindalögfræðingur.

Hver sem þín pólitík er,

hægri, vinstri.

Hver sem trú þín er,

búdda, kristni.

Hvernig sem heilsa þín er,

góð, slæm eða engin.

Hver sem skólaganga þín er,

löng, stutt eða engin.

Hvernig sem fjölskylda þín er,

samheldin, sundruð eða einn gamall köttur.

Hvert sem þitt áhugamál er,

póker, golf, lestur ljóða.

Hver sem þyngd þín er,

yfir, undir eða samkvæmt BMI.

Hver sem greind þín er,

rökleg, tilfinningaleg, skapandi.

Hver sem þú í raun og sanni ert,

hvaðan sem þú kemur

og hvert sem þú vilt fara

er eitt alveg öruggt,

þú varst eitt sinn lítið barn.

Og af því að þú varst þetta barn

áttu alltaf tengsl við kjarna sálar þinnar.

Guðdómleg tengsl.

Þú átt … Lesa meira

Að uppræta og eyða skömminni

„Að skila skömminni“ er líklega sá frasi sem hvað mest hefur snúist í höndunum á okkur undanfarið. Nú vil ég áður en lengra er haldið ítreka að þessar vangaveltur mínar eiga ekki við þegar um ofbeldi á börnum er að ræða, það er að segja þegar fullorðnir beita börn ofbeldi, þá er málið einfalt, hinn fullorðni ber alla ábyrgð, punktur. Mér finnst mikilvægt að taka þetta fram þar sem hin opinbera umræða þróast oft þannig að menn leita fremur leiða til að klekkja á viðmælandanum frekar en að greina umræðuna og rýna í hana til raunverulegs gagns og jafnvel bata. „Að skila skömminni“ hefur í #meetoo byltingunni því miður þróast út í að baða gerendur upp úr skömminni fremur en að halda öllum fullorðnum aðilum ábyrgum gagnvart þeirri áskorun að gera samfélagið okkar öruggara. #Meetoo byltingin fór frábærlega af stað, nafnlausar sögur um yfirgang og markaleysi voru til þess fallnar … Lesa meira

Er maður þá kannski bara heimskur?

Íbúi í New York, París eða London er ekki líklegur til að kippa sér upp við sírenuvæl ef hann yfirhöfuð gefur því gaum á meðan við sem búum á Akureyri eða í Reykjavík skynjum ónotatilfinningu við sömu hljóð og hugsum „ hvað ætli hafi gerst og hjá hverjum?“ Við erum líka eina þjóðin sem skrifar minningargreinar í blöð um hvern þann sem kveður þessa jarðvist og ekki nóg með það, við erum eina þjóðin sem les þessar minningargreinar yfir morgunkaffinu þó við þekkjum lítið eða ekkert til viðkomandi. Þegar ég stóð í anddyri Akureyrarkirkju í gær í svörtu hempunni minni og beið þess að útför hæfist rifu nokkrir erlendir túristar upp hurðina og stigu blaðskellandi inn í kirkjuna, þau þögnuðu er þau sáu prestinn og kistuna en lýstu engu að síður yfir vonbrigðum sínum með að fá ekki að skoða kirkjuna, ég meina hvað með það þótt einhver hafi dáið? … Lesa meira

Vegna þess að……

Einu sinni hélt ég að samkennd væri að finna þannig til með fólki að maður mætti alls ekki segja neitt styggjandi við það. Að samkennd væri að samþykkja afstöðu og tilfinningar annarra. Nú veit ég að samkennd er að heyra og virða en ekki endilega samþykkja, þess vegna er ég alveg hætt að afsaka mig fyrir að að trúa á Guð og trúa á bænina. Heimurinn er fullur af óréttlæti og illsku sem bæninni og Guðstrúnni hefur ekki tekist að sigra en heimurinn er líka fullur af fegurð og sannleika sem bæninni og Guðstrúnni hefur tekist að laða fram. Þess vegna vel ég að trúa á ljósið um leið og ég gef myrkrinu gaum.… Lesa meira

Sjálfsvíg

Sjálfsvíg er hjartaáfall sálarinnar, þetta segi ég ekki til hljóma voða skáldleg heldur í þeirri viðleitni að ræða sjálfsvíg sem eðlilega dánarorsök. Nú bregður kannski einhverjum sem hugsar „hvað er manneskjan að fara?“ Jú ég er bara að reyna fara í áttina frá því að ræða sjálfsvíg sem voveiflegan atburð að þeim stað þar sem við getum rætt sjálfsvíg sem sorglegan en um leið eðlilegan dauðdaga. Ætli sjálfsvíg sé ekki ein elsta dánarorsök þessa heims? Örugglega eldri en sykursýki tvö eða kransæðastífla. Sjálfsvíg hafa fylgt mannkyninu frá morgni tímans, sem þýðir þó ekki að við eigum að sætta okkur við þau heldur að hætta að hvísla um þau og skima fyrir þeim strax í grunnskóla og tala opið um það við náungann hvort hann hafi einhvern tíma haft sjálfsvígshugsanir, að það sé eðlileg spurning þegar erfiðleikar steðja að og fólk er langt niðri. Það er talað um að krabbameinsfrumur verði … Lesa meira