Kraftaverkasögurnar í guðspjöllunum þar sem Jesús læknar sjúka, reisir við lamaða, gefur blindum sýn eru mörgum mjög framandi. Hver er eiginlega merking þeirra, að Guð lækni útvalda? Geri kraftaverk á sumum en ekki öðrum? Við vitum að heimurinn er fullur af fólki sem glímir við vanheilsu og þarf nauðsynlega á lækningu að halda.
Það er svolítið magnað að uppgötva hvernig skilningur manns á Biblíunni helst þráðbeint í hendur við þroska manns á öðrum sviðum, bara þegar ég var að hefja minn prestskap man ég eftir að hafa átt í svolitlu basli með kraftaverkasögurnar, skildi þær illa og þá fyrst og fremst sem opinberun á guðdómi Jesú en var samt einhvern veginn ekki alveg að kaupa þá skýringu sjálf, leið svolítið eins og þeir sem nutu hans lækninga væru bara tilraunadýr eða sýniseintök fyrir guðdóminn. Þá hafði ég bara þá ekki lifað nógu lengi til að geta fjallað um þessar sögur … Lesa meira