Þegar faðir minn lést fyrir um áratug stóð ég á þrítugu og hafði þá starfað sem prestur í um þrjú ár. Ég minnist þess að vinir höfðu á orði við andlát hans að nú kæmi sér vel fyrir mig að vera prestur og þekkja sorgarferlið sem slík. Ég var þó fljót að komast að því að enginn er prestur í eigin sorg.
Á þessari aðventu fæst ég við annars konar sorg sem tengist breytingum á fjölskylduhögum og aftur er ég minnt á það að enginn er prestur í eigin sorg. Já jafnvel þó ég hafi starfað við að liðsinna hjónum á tímamótum sem þessum í ein þrettán ár get ég engan veginn sest andspænis sjálfri mér og heyrt og skilið eigin hugsanir og líðan, ég þarf speglun eins og allir aðrir sem hafa gengið í gegnum það sama. Sem betur fer bý ég þó svo vel að eiga vandaða og … Lesa meira