Ég varð fyrir mjög merkilegri uppgötvun á dögunum, já það má nánast kalla það vitrun. Vitrun er orðið af því að það er það sem fólk verður fyrir í klaustrum, á eyðieyjum og jafnvel í fangelsum. Ég er stödd á Hólum í Hjaltadal í nokkurra daga leyfi við að skrifa bók. Ekki misskilja mig, það er ekkert fangelsi að vera hér, Hólar er yndislegur staður þar sem hin magnaða kirkjusaga drýpur af hverju strái, að vísu er nú jörð þakin snjó þannig að réttara væri að segja að sagan bergmálaði milli fjalla því þau er hér hvernig sem viðrar, jafnt vetur sem sumar. Hólabyrðan er svona eins og ættmóðirin í dalnum enda má segja að dómkirkjan hafi fæðst af henni, byggingarefni kirkjunnar er rauður sandsteinn sóttur úr Byrðunni.
Nema hvað, hér fæ ég að dvelja í dásamlegri íbúð á vegum Guðbrandsstofnunar. Íbúðin er hrein og fín með öllu því nauðsynlegasta … Lesa meira