Ég fylgdi tæplega áttræðri móður minni til öldrunarlæknis á dögunum. Ástæða heimsóknarinnar var sem sagt öldrun. Tíminn hefur ákveðna fordóma gagnvart fullorðnu fólki hann nennir ekki að vinna með því þegar það hefur lokið ákveðnum skyldum við samfélagið. Mamma er búin að ala upp hvorki meira né minna en sex börn sem hafa ávaxtað sig um fjórtán barnabörn og tvö barnabarnabörn svo nú situr hún uppi með ónýtar mjaðmir og gatslitið bak. Hún segir besta verkjalyfið við þessum kvillum vera að sjá afkomendur sína lifa, dafna og elska, það gefur ellinni víst ríkan tilgang. Þegar maður fer til svona sérfræðings í öldrunarlækningum sem mér finnst að vísu mjög fyndið orð af því að síðast þegar ég gáði þá var ekki búið að finna neina lækningu við ellinni er boðið upp á próf sem metur minni og vitræna getu.
Ég fékk að vera viðstödd þegar mamma þreytti þetta próf, að vísu … Lesa meira