Ég á litla fimm ára frænku og nöfnu sem er alveg hugfangin af henni Elsu úr teiknimyndinni Frozen. Við frænkurnar vorum samtíða í heimsókn hjá ömmu hennar og afa í Bandaríkjunum en amma hennar er systir mín. Þessi litla frænka mín sem heitir Bergþóra Hildur er mikil stemningsmanneskja og skemmtikraftur og brestur oft í dans og söng fyrir okkur fjölskylduna enda kann hún ógrynni af lögum og textum. Þar á meðal er óskarsverðlaunalagið úr Frozen „Let it go“ sem hún syngur með miklum tilþrifum og af augljósri tilfinningu. Amma Bergþóru Hildar gaf henni Elsubúning um leið og daman lenti á erlendri grund, sá búningur samanstendur af tjullkjól, ljósri hárkollu og glimmerskóm, alveg sama útlit og er á Elsu eftir að hún flýr upp til fjalla og byggir sér þar klakahöll í útlegðinni. Dag einn var ákveðið að fara í Disneyworld í Los Angeles, þ.e.a.s við vorum á leið í Disneyworld … Lesa meira
prestur