Íbúi í New York, París eða London er ekki líklegur til að kippa sér upp við sírenuvæl ef hann yfirhöfuð gefur því gaum á meðan við sem búum á Akureyri eða í Reykjavík skynjum ónotatilfinningu við sömu hljóð og hugsum „ hvað ætli hafi gerst og hjá hverjum?“ Við erum líka eina þjóðin sem skrifar minningargreinar í blöð um hvern þann sem kveður þessa jarðvist og ekki nóg með það, við erum eina þjóðin sem les þessar minningargreinar yfir morgunkaffinu þó við þekkjum lítið eða ekkert til viðkomandi. Þegar ég stóð í anddyri Akureyrarkirkju í gær í svörtu hempunni minni og beið þess að útför hæfist rifu nokkrir erlendir túristar upp hurðina og stigu blaðskellandi inn í kirkjuna, þau þögnuðu er þau sáu prestinn og kistuna en lýstu engu að síður yfir vonbrigðum sínum með að fá ekki að skoða kirkjuna, ég meina hvað með það þótt einhver hafi dáið? … Lesa meira
prestur