Skaðlegasta lífsafstaða sem hægt er að tileinka sér er að vera fórnarlamb. Og taktu eftir þegar ég segi, að tileinka sér. Við tölum réttilega um fórnarlömb ofbeldis, náttúruhamfara og stríðsógna til að undirstrika hversu miklar þjáningar þau hafa upplifað. Þannig er orðið fórnarlamb mjög gagnlegt og gagnsætt orð. Þegar við tölum um fórnarlömb utanaðkomandi ógna erum við að vísa til saklausra einstaklinga sem eiga sér einskis ills von en eru allt í einu lentir í skelfilegum aðstæðum og þjáningum sem okkur hryllir við að fólk líði. Að þessu leyti er hugtakið fórnarlamb eðlilegt og réttmætt hugtak. Þó er alls ekki samasemmerki milli þess að vera annars vegar raunverulegt fórnarlamb aðstæðna og hins vegar að upplifa sig vera fórnarlamb lífsins. Vart hef ég tölu á þeim manneskjum sem ég hef þjónað í preststarfinu, fórnarlömbum skelfilegra aðstæðna sem samt sem áður upplifa sig ekki í því hlutverki, þrátt fyrir sorgir sínar og … Lesa meira
prestur