Mannleg samskipti eru það mikilvægasta í þessum heimi. Ekki bara fyrir okkur mennina heldur líka náttúruna. Það eru mannleg samskipti sem ákvarða í raun örlög manna, dýra og náttúru. Þegar ég er að tala við krakkana í fermingarfræðslunni ynni ég þau oft eftir því hverjir styrkleikar þeirra séu, sjaldnast ef nokkurn tíma nefna þau mannleg samskipti sem styrkleika eða hæfileika, í stað þess er nám, íþróttir, söngur og dans nefnt til sögunnar og jafnvel eitthvað sem lýtur að útliti eða klæðaburði. Tilgangur spurningar minnar til þeirra er auðvitað að hlusta á svörin en líka að fá tækifæri til að benda þeim á hversu mikilvægt það sé að að vera góður í mannlegum samskiptum, ég geng meira að segja svo langt að segja þeim að ef það sem þau telja helst til styrkleika helst ekki í hendur við hæfni í mannlegum samskiptum þá sé það til lítils. Ég hitti einu sinni … Lesa meira
prestur