Þetta er ekki framboðsræða fyrir fermingar en kannski er samt komið að því að við svörum spurningunni, hvers vegna að fermast árið 2017? Þetta er nefnilega síbreytileg spurning sem hefur auðvitað ekki verið svarað í eitt skipti fyrir öll enda stendur ekki til að gera það hér, en í dag lifum við á þannig tímum að fólk spyr sig um allar hefðir og venjur sem er mjög gott og þarft og nokkuð sem við eigum öll að gera. Jesús Kristur talaði hvergi um fyrirbærið fermingu á þeim tíma sem hann gekk um þessa jörð og því höfum við ekki bein fyrirmæli frá honum um athöfnina líkt og skírn og altarisgöngu sem hann hvatti okkur til að iðka. Fermingin hefur hins vegar þróast innan hinnar kristnu kirkju sem síðbúin skírnarfræðsla því ómálga ungabörn eru skírð að ósk foreldra svo kirkjan ber ábyrgð á að bjóða þeim uppfræðslu þegar þau ná vissum … Lesa meira
prestur