Skip to content

Hildur Eir Bolladóttir Posts

Takk Ólafur Ragnar!

TAKK Ólafur.
Ég á eina mjög skemmtilega minningu um Ólaf Ragnar sem nú lætur af embætti forseta Íslands eftir 20 ára þjónustu. Það var árið1997, ég var enn í menntaskóla en hafði að sumarstarfi að veita leiðsögn um Hóladómkirkju og bjó þá heima hjá foreldrum mínum. Á Hólahátíð þetta sumar flutti herra Ólafur Ragnar hátíðarræðu hvar hann tjáði sig um siðferðileg álitamál varðandi Decode og gagnagrunn Íslenskrar Erfðargreiningu en það var talsvert hitamál á þeim tíma. Ræðan rataði strax í fjölmiðla og vakti mikla athygli og umræðu. Foreldrar mínir voru vanir að bjóða ræðumönnum heim í mat að kvöldi Hólahátíðar og ég var auðvitað eitthvað að snattast þarna með mömmu, taka af borðum og bera fram veitingar. Allt í einu kemur Ólafur til mín og spyr með lágum rómi hvort ég geti leyft honum að hlusta einhvers staðar á útvarp, hann vildi ná fréttatímanum og heyra hvernig menn leggðu út … Lesa meira

Hamingjan er fórn

Að elska
er að hella upp á kaffi
án þess að hafa nokkurn tíma drukkið kaffi
og kveikja á útvarpinu
þótt maður þrái þögnina
bara vegna þess að hún þarf að vakna

Að elska
er að para saman svarta sokka
í stærð fjörutíu og fimm
svo hann fari ekki í ósamstæðum
til vinnu

Að elska
er að lakka á henni táneglurnar
meðan enski boltinn er í sjónvarpinu
og missa af þessu eina marki
til að hitta á réttan stað

Að elska
er að baka skúffuköku á sunnudegi
og bera fram með nýmjólk
þótt best væri að hann drykki bara undanrennu
eða vatn

Að elska
er að kaupa blómvönd í Bónus
og bera heim
í gulum poka
innan um klósetthreinsi
og kæfu

Að elska
er að horfa saman á kvikmynd
um eiturlyfjabaróna
í Mexícó
Og vera á túr
og langa bara að sjá fallegt fólk
sem myrðir ekki aðra
eða vaknar… Lesa meira

17.júní 2016

Nú er hann sautjándi júní tekinn að reskjast,
hendurnar sinaberar
hárið grátt og þunnt,
andlitið markað lifuðu lífi.
Hann man hvar hann stóð þennan dag
fyrir rúmum sjötíu árum
er fáninn var dreginn að hún
og klukkum kirkjunnar hringt
af slíkri áfergju
og frelsisþrá
að kólfurinn titrar enn.
Nú lítur sá gamli stoltur
yfir litríkan hóp
sjálfstæðra afkomenda,
sér samkynhneigða syni
leiðast hönd í hönd
inn kirkjugólfið
með ástarblik í augum,
heyrir þeldökka dóttur tala íslenskt mál
eins og skagfirskur bóndi
í Laufskálarétt.
Forvitinn fylgist hann með jafnöldrum sínum
spila golf
og klífa fjöll
með undrandi barnabörn í eftirdragi.
Hann sér þingmenn í rifnum gallabuxum
og presta í brjóstahöldurum
og heimili sem eru grá og hvít eins og íslenska veðrið
þar glittir í eitt og eitt eilífðar smáblóm
og Jón heitinn í lit.
Hann sér þetta allt
blessaður öldungurinn
og brosir
þar sem hann svífur yfir bænum
á hátíðlegri helíumblöðru… Lesa meira

Óttinn er vonska þessa heims

Þegar ég var nývígður prestur í Laugarneskirkju í Reykjavík var mér boðið í opnuviðtal í víðlesnu dagblaði og sem ungur metnaðarfullur prestur og hálfgerður krakki því var ekki nema 27 ára gömul fór ég í viðtalið og hugsaði með mér að nú myndi eftirspurn eftir starfskröftum mínum og hæfileikum taka umtalsverðan kipp. Þetta var auðvitað áður en ég lærði inn á fjölmiðla og uppgötvaði að samskipti fjölmiðla og viðmælanda eiga með réttu að vera jafningjasamskipti þar sem báðir aðilar kasta á milli sín bolta og grípa eins og þeim einum er lagið. Þú lætur ekki meðhöndla þig í fjölmiðlum frekar en í öðrum samskiptum, þú lætur raunar aldrei meðhöndla þig nema þú sért svæfður í skurðaðgerð þar sem fagfólk er að hamast við að bjarga lífi þínu. Það er í raun enginn munur á prestum og fjölmiðlum þegar kemur að þessum þætti mannlegrar tilveru, prestar meðhöndla ekki fólk, ekki einu … Lesa meira

Við þurfum nýjan forseta

Þá hef ég komist að niðurstöðu samkvæmt brjóstviti mínu og dómgreind sem er auðvitað ekki óskeikul. Það er fullkomlega óeðlilegt að Ólafur Ragnar Grímsson skuli nú bjóða sig aftur fram til forseta eftir að hafa tilkynnt annað í nýársávarpi sínu á fyrsta degi ársins 2016. Það er heldur ekki satt sem sumir segja að þetta sé lýðræðið í hnotskurn að hann megi nú bara bjóða sig fram eins og hver annar og svo sé það þjóðarinnar að velja, upphrópunin “hva er þjóðin svona heimsk, er henni ekki treystandi til að kjósa!” er heldur ekki kjarni málsins, þetta er ekki svona einfalt. Nei íslensk þjóð er ekki heimsk, íslensk þjóð er hins vegar lítil og líður fyrir það þegar kemur að umgengni við völd. Þeir sem segja framboð Ólafs bara einn valkost af mörgum eða lýðræðið í hnotskurn eru sömu aðilar og vita af fenginni reynslu að fámenni hefur tilhneigingu til … Lesa meira

Ég elska fótbolta

Persónulega hef ég engan sérstakan áhuga á fótbolta, ég hef til dæmis aldrei horft á heilan fótboltaleik í sjónvarpinu en ef Ísland er að keppa þá horfi ég stundum á síðustu mínúturnar til þess að láta eins og mér sé ekki sama og reyndar horfði ég á umspilið fyrir EM því þó ég hafi ekki áhuga á fótbolta hef ég samt metnað fyrir mína þjóð. Það fyndna er að fótboltinn hefur umlukið líf mitt frá upphafi, ég á til dæmis eldri bróður sem æfði mark og horfði á enska boltann hvern einasta sunnudag og plataði mig til að spila við sig heima í sveit þegar honum bauðst ekki betri félagsskapur. Þá eignast ég kærasta um tvítugt sem kann varla trúarjátninguna en veit hvað landsliðsmarkvörður Grænhöfðaeyja heitir, hve gamall hann er og hversu mörg skot hann hefur varið frá upphafi ferils síns. Og til að kóróna þetta allt eignast ég svo … Lesa meira

Trúarjátning unglings

Ég var að hlýða fermingarbörnum yfir Postullegu trúarjátninguna í dag sem er satt best að segja svolítið eins og að klæða skírnarbarn í fermingarkyrtil. Unglingar þyrftu kannski að eiga sína eigin trúarjátningu, svona fyrst um sinn.
Kannski eitthvað í ætt við þetta:
Trúarjátning unglings.
Ég trúi á Guð því eftir langa skólaviku kemur helgi og þá fæ ég að sofa út og þegar ég vakna má ég borða ristað brauð með Nutella súkkulaði og horfa á enska boltann, bara af því að það er helgi og þá má gera sér dagamun.
Ég trúi á Guð því hann gaf mönnum vit til að finna upp Playstation, Snapchat og Youtube en líka íþróttir sem hafa fært mér vini og stóra sigra.
Ég trúi á Guð af því að nýi stærðfræðikennarinn minn er svo flinkur að útskýra almenn brot að ég kvíði ekki lengur vorprófunum.
Ég trúi á Guð því þótt mamma og … Lesa meira

Reykjavíkurdætur

Ég hef aldrei heyrt um að Jesús hafi orðið hneykslaður. Samkvæmt guðspjöllunum varð hann reiður, sár og þreyttur, hann grét en var aldrei hneykslaður. Ef maður pælir í því þá er heldur ekkert gagnlegt að hneykslast, skilar engu nema sóun á dýrmætum tíma, það fæðist engin niðurstaða af hneyksluninni. Reiðin getur hins vegar verið gagnleg og jafnvel falleg, sérstaklega þegar hún kviknar af ríkri réttlætiskennd sem er borin uppi af djúpri samkennd. Og grátur er ekkert annað en móðir mannlegra tilfinninga, grátur er meðal annars staðfesting á ást,þakklæti og samúð.
Ég varð vitni að tónlistaratriði Reykjavíkurdætra síðastliðið föstudagskvöld í sjónvarpsþættinum hans Gísla Marteins. Ég viðurkenni að hafa ekki rýnt mikið í efnisleg atriði lagsins en man að ég hugsaði samt á einhverjum tímapunkti að það væri orðið svolítið langt enda var ég að bíða eftir næsta þætti af Barnaby lögreglufulltrúa, ég er nefnilega orðin svolítið miðaldra og farin að meta … Lesa meira

Eurovisionprédikun

Bænin er sögð andardráttur trúarinnar, á sama hátt mætti segja að listsköpun sé súrefni allra samfélaga. Við tölum um að njóta menningar og lista, það er gott og gilt en þó ekki eini tilgangurinn, listin er líka til þess fallin að spegla sálarlíf okkar og hjálpa okkur að koma auga á allt hið sammmannlega í þessum heimi. Listin tjáir vilja til að stuðla að friði þótt hún geri það raunar oft með því að láta ófriðlega, ögra og jafnvel reiðast alveg eins og Jesús, þess vegna var Jesús einmitt bæði frelsari og listamaður, það má jafnvel líta svo á að hann hafi frelsað með list sinni.
Hvaða list okkur finnst góð er síðan allt annar handleggur og eitthvað sem jafn erfitt er að rökræða eins og kannski það að verða ástfanginn af annarri manneskju. Ef þú getur fært alveg köld rök fyrir makavali þínu þá veit ég ekki hvort ég … Lesa meira

Burberrys dúkkur

Skráði mig á samningatækninámskeið sem verður haldið í Háskólanum á Akureyri næstkomandi miðvikudag sem er svo sem ekki í frásögu færandi nema ég sat í erfidrykkju um daginn og tilkynnti öllum við borðið að ég væri að fara á samskiptatækninámskeið og skildi svo ekkert hvers vegna fólk var svona hissa og vandræðalegt á svip fyrr en einn borðfélagi spurði hvort ég væri mikið að lenda í útistöðum við fólk. Nema hvað mismælaröskun virðist vera eitthvað sem hrjáir helst kvenfólk í minni fjölskyldu sem er komið af Matthildi Jónsdóttur í beinan legg, hún er ókrýndur meistari mismælanna, þetta virðist reyndar ágerast í kringum breytingaskeið en því er ekki að heilsa í mínu tilfelli. Um daginn sátum við á kaffihúsi og allt í einu segir mamma með þunga í röddinni ” hann pabbi þinn þoldi aldrei þessar Burberrys dúkkur” litli tískufíkillinn ég spenntist upp við orðið eitt en fattaði um leið að … Lesa meira