Í heimspekinni lærði ég það að við ættum aldrei að fullyrða hvort eitthvað sé til eða ekki til nema að gá að því fyrst. Ef ég fer inn í fatabúð og sé þar fallegan kjól sem er í stærð small, stærð sem ég hef ekki notað síðan um fermingu og ég spyr afgreiðslumanninn hvort hann eigi kjólinn í large og hann neitar án þess að kanna lagerinn þá fer ég út úr búðinni með þá tilfinningu að kjóllinn gæti verið til, kjóllinn sem hefði gert svo mikið fyrir mig á árshátíð Prestafélags Íslands sem verður haldin einhvern tímann.
Ef afgreiðslumaðurinn ( karl/kona) hefði farið bak við og leitað af sér allan grun þá væri ég sáttari. Hins vegar er sumt sem ekki er beinlínis hægt að sannreyna með því einu að gá, til dæmis það hvort Guð sé til, þess vegna segi ég aldrei “Guð er til” heldur “ég trúi … Lesa meira
prestur