Þó undirrituð hafi bæði starfað sem barþjónn í Sjallanum og stigið þar villtan en alls ekki hylltan dans, við undirleik helstu ballhljómsveita 10.áratugarins hefði mig aldrei grunað að Sjallinn gæti hreinlega breyst í Rauðu mylluna. Sjallinn er hins vegar magnað hús og þegar hæfileikar ungra menntskælinga bætast við getur hann orðið heill ævintýraheimur, því fékk ég að kynnast síðastliðið föstudagskvöld er ég fór að sjá uppfærslu Leikfélags Menntaskólans á Akureyri á söngleiknum Rauða Myllan. Á vef MA kemur fram að leikgerðin sé í höndum nemenda sjálfra og Garúnar leikstjóra. Meira en 80 nemendur taka þátt í uppsetningunni með leik, söng, dansi, hljóðfæraslætti, leikmyndar og leikmunagerð, búningahönnun, hári og förðun. Þá eru sýningarstjóri og aðstoðarleikstjóri úr hópi nemenda sem og hljómsveitarstjóri og danshöfundur. Þá eru ótaldir tæknimenn, auglýsingahönnuðir og reddarar.
Sýningin hefst í raun við inngang Sjallans þar sem hátíðlegur þjónn tekur á móti gestum og vísar til sætis á íslensku … Lesa meira