Ég var 13 ára þegar ég fór í fyrsta skipti til útlanda og þá til þriggja mánaða dvalar í Kaupmannahöfn. Pabbi hafði verið svo heppinn að fá aðstöðu í Jónshúsi til að sinna ritstörfum og við mamma fórum að sjálfsögðu með honum. Þetta var á miðjum vetri og því varð það að samkomulagi milli foreldra minna og grunnskólans á Grenivík að ég fengi frí með því skilyrði að ég sækti mér kjarngóða menntun í okkar gömlu höfuðborg. Það má kannski segja að þar hafi ég fetað í fótspor Fjölnismanna og fleiri merkra Íslendinga þó svo að eina sjálfstæðisbaráttan sem ég háði á þessum aldri sneri helst að notkun augnfarða sem pabba fannst náttúrlega hinn mesti óþarfi miðað við minn aldur og fyrri störf í sveitinni. Ég held reyndar að magn augnfarðans hafi eitthvað spilað inn í þessa baráttu. Pabbi hélt því staðfastlega fram að það væri bara Öskudagur einu sinni … Lesa meira
prestur