Við erum spendýr með frumþarfir eins og önnur spendýr. Við þurfum að borða, sofa, stunda kynlíf, skila úrgangi og svo höfum við innbyggð varnarviðbrögð gagnvart þeim sem ætla að ráðast á afkvæmi okkar. Það sem hins vegar skilur á milli okkar og annarra spendýra er að við höfum hæfileika til að setja okkur í spor annarra, við finnum til samkenndar með öðrum. Þegar best lætur finnum við líka til samkenndar með okkur sjálfum sem er mjög gott meðal gegn þunglyndi og kvíða og öðrum andlegum meinum. Ég átti einu sinni kött sem ég náði engum tengslum við enda held ég að honum hafi verið skítsama um mig, svo framarlega sem hann fékk að éta og skíta í hreinan sand var hann sáttur við sambúð okkar. Ég var hins vegar ekki eins sátt enda hafði kötturinn þann leiða ávana að labba upp á eldhúsborði og yfir alla skápa og hillur eins … Lesa meira
prestur