Ég hef komist að því í starfi mínu sem prestur að sumarfrí reyna oft heilmikið á hjónabönd og fjölskyldulíf. Í sumum tilvikum er tilhugsunin um að eyða heilum mánuði saman án rútínu kvíðavænleg og stundum skellur sumarfríið eins og brimalda á fólki svo það hverfur í haf óuppgerðra tilfinninga sem hafa fengið að malla undir yfirborði skammdegisins.
Í fyrsta lagi er meira en að segja það fyrir upptekið fólk að detta í frí. Margir upplifa eins konar fæðingarþunglyndi þegar rútínu sleppir og dagar afslöppunar og frjálsræðis taka við. Þá verða sumir lasnir af því að þeir hafa loksins tíma til að leyfa sér þann munað að leggjast í hor, aðrir verða í framan eins og þeim hafi borist vondar fréttir og séu um það bil að bresta í grát og enn aðrir verða skapstyggir vegna allra þeirra verka sem er ólokið á heimilinu og verða eitthvað svo áberandi þegar maður … Lesa meira