Listamaðurinn og fyrrum borgarstjórinn Jón Gnarr gerði barnatrú að umtalsefni í pistli sem birtist í Fréttablaðinu fyrir rúmri viku. Þar segir hann m.a: „Barnatrúin er almennt talin góð. Barnatrúin virðist því vera sú kristilega innræting sem maður fékk sem barn, mismunandi eftir eðli og aðstæðum og sú uppfræðsla sem maður fékk um eðli alheimsins frá fullorðnu fólki í kringum mann. Sumt af þessu er frekar mystískt og varðar guðlega heima á meðan annað er praktískt og snýst um siðfræðileg málefni einsog sannleika, heiðarleika og muninn á réttu og röngu eða góðu og illu. Og oft hefur ótti afgerandi hlutverki að gegna í innrætingunni; ef maður breytir ekki rétt þá gæti Guði misboðið. Allt rangt er synd og það er sama hvað við reynum að fela Guð sér alltaf til okkar og gæti tekið uppá því að refsa okkur. Kristinfræði er nauðsynleg því hún er hugmyndafræði sem er nátengt samfélagi okkar … Lesa meira
prestur