Í hjónaviðtölum sem eru hluti af starfi prestsins þar sem pör koma til að ræða samskipti sín, erfiðleika og hugsanlegt skipbrot kemur stundum til tals að fólkið sé ekki lengur ástfangið. Það er nú einu sinni þannig að í sálgæslunni er ekki lokað á neinar hugrenningar enda bæði gagnlegt og nauðsynlegt að sem mest af því ósagða heyrist svo hægt sé að kortleggja stöðuna, því slær sálgætir aldrei á orð þeirra sem honum er falið að hlusta á, heldur meðtekur og meltir. Það er ekki langt síðan ég fór að velta fyrir mér þeim vanda að vera ekki ástfanginn eða öllu heldur hvort það teldist í raun vandamál. Það er nefnilega munur á því að vera ástfanginn og að elska. Þegar hjón uppgötva að þau elski ekki lengur hvort annað, þá er mikið farið og erfitt að koma skipinu aftur á flot. Ef maður elskar ekki maka sinn þá er … Lesa meira
prestur