Á netinu las ég erlenda grein sem fjallar um hvernig iðkun þakklætis hefur áhrif á framleiðslu taugaboðefna sem stjórna andlegri líðan. Í greininni kemur m.a. fram að viðleitnin ein og sèr til að finna eitthvað þakkarvert í lífi sínu verður til að hækka í serótónín og dópamín lóni heilans. Skortur á þessum boðefnum eru talin valda andlegri vanlíðan og hafa áhrif á sjálfsmynd okkar og sýn á samferðarfólkið. Þess vegna skiptir máli að framleiðslan sé í jafnvægi. Í greininni kemur fram að iðkun þakklætis hafi taugalífeðlisfræðileg áhrif á heilastarfsemi okkar. Þetta á sér auðvitað samhljóm við þá staðreynd að þegar við verðum t.d. ástfangin þá eykst dópamínframleiðsla heilans, þá líður okkur eins og við svífum á draumbleiku skýi. Þegar makinn verður svo að sjálfgefnum hlut lækkar í dópamínlóninu og við förum að sjá ýmsa galla í fari okkar heittelskaða sem skiptu engu máli meðan við við kúrðum okkur ofan í … Lesa meira
prestur