Skip to content

Category: Pistlar

Takk

Á netinu las ég erlenda grein sem fjallar um hvernig iðkun þakklætis hefur áhrif á framleiðslu taugaboðefna sem stjórna andlegri líðan. Í greininni kemur m.a. fram að viðleitnin ein og sèr til að finna eitthvað þakkarvert í lífi sínu verður til að hækka í serótónín og dópamín lóni heilans. Skortur á þessum boðefnum eru talin valda andlegri vanlíðan og hafa áhrif á sjálfsmynd okkar og sýn á samferðarfólkið. Þess vegna skiptir máli að framleiðslan sé í jafnvægi. Í greininni kemur fram að iðkun þakklætis hafi taugalífeðlisfræðileg áhrif á heilastarfsemi okkar. Þetta á sér auðvitað samhljóm við þá staðreynd að þegar við verðum t.d. ástfangin þá eykst dópamínframleiðsla heilans, þá líður okkur eins og við svífum á draumbleiku skýi. Þegar makinn verður svo að sjálfgefnum hlut lækkar í dópamínlóninu og við förum að sjá ýmsa galla í fari okkar heittelskaða sem skiptu engu máli meðan við við kúrðum okkur ofan í … Lesa meira

Að finna styrk í vanmætti sínum

Móðir mín hefur alla tíð haldið því fram að ég hafi fæðst fullorðin, í fyrsta lagi var ég tæpar 20 merkur við fæðingu og höfuðmálið með slíkum ósköpum að mér finnst stundum eins og mamma sé enn tæpum fjörutíu árum síðar að velta fyrir sér hvernig þetta gat gerst. Mamma hefur oft rifjað upp að mér hafi legið reiðinnar býsn á að byrja að ganga og að ég hafi gengið upp og niður stigana heima í Laufási aðeins ársgömul, án þess að halda í handriðið. Mamma er reyndar hálfur vestfirðingur og lætur sögugenin oft hlaupa með sig í gönur, þarna held ég reyndar að hún sé að smyrja allverulega á staðreyndir málsins. Engu að síður er það rétt að ég var nokkuð kotroskinn krakki, ég man nefnilega sjálf hvað ég hlakkaði til að verða fullorðin, það sem mér fannst erfiðast að upplifa sem barn var ef ég fullorðið fólk tók … Lesa meira

Í fangabúðum

Í sumarfríinu mínu í ár sem ég varði í Frakklandi og á Spáni las ég m.a. dagbók Leifs H Muller sem ber heitið Í Fangabúðum Nazista. Ég verð að viðurkenna að lestur þessarar bókar í sumarfríi á suðrænum slóðum þar sem mínar helstu áhyggjur sneru að því hvað ætti að vera í kvöldmatinn og hvort drykkirnir væru orðnir nógu kaldir, reyndist næstum súrrealískur. Mér leið eins og ég væri að ganga um fátækrahverfi Ríó De Janeiro í milljón króna pels með rjómatertu í kjaftinum. Það er hins vegar þannig með þessa bók að maður getur ekki lagt hana frá sér eftir að hún hefur verið opnuð. Lýsingar Leifs á aðbúnaði bæði í Grini, norsku fangabúðunum sem voru rétt utan við Osló og síðar í Sachsenhausen í Þýskalandi eru svo sláandi að maður getur ekki hætt. Frásögnin er bæði nákvæm og hispurslaus, það kemur fram í eftirmála bókarinnar sem er skrifaður … Lesa meira

Hugrökk en ekki heimóttarleg

Við erum spendýr með frumþarfir eins og önnur spendýr. Við þurfum að borða, sofa, stunda kynlíf, skila úrgangi og svo höfum við innbyggð varnarviðbrögð gagnvart þeim sem ætla að ráðast á afkvæmi okkar. Það sem hins vegar skilur á milli okkar og annarra spendýra er að við höfum hæfileika til að setja okkur í spor annarra, við finnum til samkenndar með öðrum. Þegar best lætur finnum við líka til samkenndar með okkur sjálfum sem er mjög gott meðal gegn þunglyndi og kvíða og öðrum andlegum meinum. Ég átti einu sinni kött sem ég náði engum tengslum við enda held ég að honum hafi verið skítsama um mig, svo framarlega sem hann fékk að éta og skíta í hreinan sand var hann sáttur við sambúð okkar. Ég var hins vegar ekki eins sátt enda hafði kötturinn þann leiða ávana að labba upp á eldhúsborði og yfir alla skápa og hillur eins … Lesa meira

Að hausti

Ljóð tileinkað degi íslenskrar náttúru 16.september 2015.

Þegar ég dey verður
Esjan á sínum stað
líka Gullfoss og Geysir
Kaldbakur og Kerling
Vaðlaheiði og Víkurskarð
Dettifoss og Dynjandi
og þessi eilífa hrynjandi
sem heyrist í lækjum að vori
og laufi að hausti
þegar vindurinn
kallar sumarið inn
og kyssir á kinn ( HEB)… Lesa meira

Fótbolti og messutón

Ég þykist nú oft hafa vit á ýmsum hlutum en ef það er eitthvað sem ég verð af fullu æðruleysi að játa mig sigraða gagnvart þá er það fótbolti. Ég hef nákvæmlega ekkert vit á fótbolta og hingað til engan áhuga heldur. Þó hafa örlögin hagað því þannig til að allt frá frumbernsku hafa þessi seiðandi vallarhróp ómað í eyrum mér. Í gegnum sjónvarpið hljóma þau sem notalegur ölduniður og í minningunni samlagast þau messutóninu á sunnudögum þegar pabbi æfði sig við fótstigna orgelið á efri hæðinni á meðan bróðir minn horfði á enska boltann niður í kjallara. Í dag bý ég svo með þremur karlmönnum sem allir hafa gríðarlegan áhuga á fótbolta þannig að sagan hefur endurtekið sig, ég raula messutónið í sturtunni á sunnudögum og þeir horfa á enska boltann á meðan.
Það hefur stundum verið talað um að fótbolti sé eins konar trúarbrögð, að því leyti sem … Lesa meira

Hamingjan er hagkvæm

Það er mikið talað um neikvæða umræðu í íslensku samfélagi, ráðamönnum þjóðarinnar verður sérstaklega tíðrætt um óvægna og ómálefnalega umræðu sem fram fer á samfélagsmiðlum. Það helgast nú kannski að því að umræðan hverfist mest um þeirra störf enda varða þau hag lands og þjóðar. Þær ákvarðanir sem teknar eru á alþingi varða manneskjur af holdi og blóði, þetta eru ákvarðanir sem geta haft áhrif á heilsu fólks, húsnæðisöryggi, atvinnu, samgöngur, skipulag umhverfis og náttúruvernd svo fátt eitt sé nefnt. Í raun er það útópísk hugmynd að umræðan um ákvarðanir alþingis geti orðið eins og veðrið hér í Eyjafirðinum, alltaf sól og harðalogn. Já það er jafn óraunhæft og halda að maður geti lifað í átakalausu hjónabandi, þegar grundvallarhagsmunir eru annars vegar eru manneskjum eðlislægt að sýna sterkar tilfinningar og takast á, ef við hættum því sem þjóð erum við sennilega öll orðin dofin af þunglyndi og kvíða og sjáum … Lesa meira

Er barnatrúin hættuleg?

Listamaðurinn og fyrrum borgarstjórinn Jón Gnarr gerði barnatrú að umtalsefni í pistli sem birtist í Fréttablaðinu fyrir rúmri viku. Þar segir hann m.a: „Barnatrúin er almennt talin góð. Barnatrúin virðist því vera sú kristilega innræting sem maður fékk sem barn, mismunandi eftir eðli og aðstæðum og sú uppfræðsla sem maður fékk um eðli alheimsins frá fullorðnu fólki í kringum mann. Sumt af þessu er frekar mystískt og varðar guðlega heima á meðan annað er praktískt og snýst um siðfræðileg málefni einsog sannleika, heiðarleika og muninn á réttu og röngu eða góðu og illu. Og oft hefur ótti afgerandi hlutverki að gegna í innrætingunni; ef maður breytir ekki rétt þá gæti Guði misboðið. Allt rangt er synd og það er sama hvað við reynum að fela Guð sér alltaf til okkar og gæti tekið uppá því að refsa okkur. Kristinfræði er nauðsynleg því hún er hugmyndafræði sem er nátengt samfélagi okkar … Lesa meira

Að elska

Í hjónaviðtölum sem eru hluti af starfi prestsins þar sem pör koma til að ræða samskipti sín, erfiðleika og hugsanlegt skipbrot kemur stundum til tals að fólkið sé ekki lengur ástfangið. Það er nú einu sinni þannig að í sálgæslunni er ekki lokað á neinar hugrenningar enda bæði gagnlegt og nauðsynlegt að sem mest af því ósagða heyrist svo hægt sé að kortleggja stöðuna, því slær sálgætir aldrei á orð þeirra sem honum er falið að hlusta á, heldur meðtekur og meltir. Það er ekki langt síðan ég fór að velta fyrir mér þeim vanda að vera ekki ástfanginn eða öllu heldur hvort það teldist í raun vandamál. Það er nefnilega munur á því að vera ástfanginn og að elska. Þegar hjón uppgötva að þau elski ekki lengur hvort annað, þá er mikið farið og erfitt að koma skipinu aftur á flot. Ef maður elskar ekki maka sinn þá er … Lesa meira

Druslugangan

Druslugangan er magnað fyrirbæri, það er fátt jafn fallegt og þegar fólk sameinast með sín andlit, sérkenni og sögu til þess að segja með og án orða að þrátt fyrir margbreytileikann getum við sameinast um lífgefandi gildi eins og kærleika, réttlæti, virðingu og sanngirni. Gay pride eða Gleðigangan er annað dæmi um slíkan gjörning. Ég hef fylgst svolítið með undirbúningi Druslugöngunnar og lesið nokkra pistla sem fjalla um hana og ástæður hennar, í öllum þessum skrifum eru skilaboðin skýr, ofbeldi er ekki á ábyrgð þolenda um leið og hvatt er til þess að samfélagið sameinist um að koma í veg fyrir ofbeldi og þá margslungnu þjáningu sem því fylgir.
Ég er einmitt í þannig starfi að ég er aftur og aftur minnt á það hvað ofbeldi af öllu tagi, andlegt, líkamlegt og kynferðislegt hefur víðtæk áhrif á líf þolenda ekki bara stuttu eftir að það á sér stað heldur til … Lesa meira