Og frelsarinn var lagður á brjóst
og fjárhirðarnir þögðu til að trufla ekki tengsl
móður og barns
en María fann guðaveigarnar streyma fram hvíta kirtlana
uns hún varð sjálf drukkin af ást ( HEB)… Lesa meira
prestur
Og frelsarinn var lagður á brjóst
og fjárhirðarnir þögðu til að trufla ekki tengsl
móður og barns
en María fann guðaveigarnar streyma fram hvíta kirtlana
uns hún varð sjálf drukkin af ást ( HEB)… Lesa meira
Lítil barnshönd læðir sér í lófa gömlu konunnar um leið og dyrnar að Oddeyrargötu 6 leggjast aftur. Ég er 7 ára á leið með Gerði ömmusystur minni niður á Amtsbókasafn, hún heitir Gerður en er kölluð Dæja líkt og miðsystir mín en ég kalla hana líka nöfnu þó hún sé það ekki í raun, þá finnst mér ég eiga enn meira í henni. Svo kalla ég hana líka Dæju gömlu til aðgreiningar frá systur minni en ég geymi það lýsingarorð fyrir sjálfa mig, Dæja veit að hún er gömul enda komin yfir áttrætt, lítil og grönn með grátt fíngert hár, skarpa andlitsdrætti og augu sem virðast svo agnarlítil í gegnum þykk hornspangagleraugu. Í raun hefur mér alltaf þótt hún Nafna svipa til Nóbelsskáldsins okkar og þó veit ég ekki til þess að nokkur skyldleiki sé þar á milli. En þó augun hennar Nöfnu virki lítil endurspegla þau stóra sál.
Dæja … Lesa meira
Við fæðumst forvitin. Ég held að það þýði að okkur sé ætlað að vera það. Stundum eru börn mjög óhefluð í forvitni sinni. Margir foreldrar hafa lifað pínlegar stundir í búningsherbergjum sundlauga þar sem barnið hefur t.d. bent og spurt hvort kallinn sé með barn í maganum. Þetta eru svona augnablik þar sem væri vel þegið að jarðskorpan myndi opnast og maður fengi að hverfa í móðurjarðarskaut, nakinn á líkama á sál. Við vitum samt að spurningar sem þessar eru ekki bornar fram af illsku heldur einlægum, óhefluðum áhuga fyrir lífsins undri. Þess vegna þurfum við bara að hjálpa börnunum okkar að stýra forvitninni í góðan farveg, því forvitni er svo mikilvæg, já eiginlega lífsnauðsynleg. Ekki skipta forvitni út fyrir skömm, það eru afleit býtti.
Forvitni er mikilvæg forsenda náinna tengsla, hún skapar nánd hjá fólki sem þarf, velur og vill vera samferða í þessu lífi. Þegar hriktir í stoðum … Lesa meira
Í heilagri ritningu er hvergi getið um fæðingarþunglyndi Maríu meyjar.
Tilfinningalíf Jósefs er líka ráðgáta.
Engar heimildir um fortíð fjárhirðanna en barnleysi mun hafa hrjáð þann er grét mest við jötuna.
Um vitringana er sagt að þeir hafi lesið yfir sig í skóla og haft þráhyggju fyrir allskonar stjörnum, bæði á himni og jörðu.
Færri vita að Heródes var yndislegt barn, skýrleiks drengur, augasteinn móður sinnar.
Litlum sem engum sögum fer af sálarlífi gistihúsaeigandans, hann mun þó hafa glímt við félagsfælni og þess vegna neitað að opna dyrnar .
Barnið í jötunni er hins vegar enn í greiningu.
HEB… Lesa meira
Jól í skugga sorgar þurfa ekki að vera ónýt jól. Jól í skugga sorgar verða hins vegar að fá að vera það sem þau eru, ekki hvað síst ef þau eru fyrstu jól án látins ástvinar. Syrgjendur kvíða oft þessum fyrstu jólum, tilhugsunin um þau verður oft grýlukennd. Jólin setja sorgina í nýtt samhengi, ef hrúður hefur verið farið að myndast á sárið er líklegt að jólin kroppi svolítið ofan af því. Suma langar eðlilega til að setjast upp í tímavél og lenda við upphaf þorra, því miður er það ekki í boði og kannski ekki svo miður, það koma nefnilega önnur jól eftir þessi jól og þá er kannski skárra að vera búin að ganga í gegnum þau fyrstu.Það er mikilvægt að gera plön fyrir þessi fyrstu jól, þurfa ekki að takast á við bæði óvissu og sorg, sorgin er viðráðanlegri án óvissunnar, það er svo merkilegt.
Sumir ákveða … Lesa meira
Margrét heitin Þórhallsdóttir ljósmóðir var jarðsungin frá Akureyrarkirkju í liðinni viku. Margrét er mörgum kunn hér í bæ enda átti hún langan og farsælan starfsferil að baki hér á sjúkrahúsi Akureyrar í hlutverki sem var ekki bara vinnan hennar heldur köllun, starfið átti hug hennar og hjarta alla tíð.
Orðið ljósmóðir var ekki alls fyrir löngu valið fegursta orð íslenskrar tungu. Það get ég vel skilið enda yljar það inn að hjartarótum á meðan t.d. orðið örbylgjuofn fær mann til að snögglega endurskoða þjóðerni sitt. Út frá fagurfræðilegu sjónarmiði er orðið ljósmóðir mjög sterkt en þó held ég að veruleikinn að baki því hafi ráðið meira um úrslitin en margan grunar. Ljósmóðir vinnur í fyrsta lagi alveg gríðarlega mikilvægt ábyrgðarstarf en svo er líka eðli starfsins þannig að nærvera hennar grópast í huga og hjarta tilvonandi og nýbakaðra foreldra. Ég mun aldrei í lífinu gleyma ljósmæðrunum sem tóku á móti … Lesa meira
Einu sinni lærði ég á fiðlu. Áhuginn kom yfir mig eins og elding er ég fór sex ára gömul á sinfoníutónleika með foreldrum mínum, þá var egóið svo stórt í þessum annars litla sex ára líkama að ég heimtaði strax eftir tónleikana að pabbi hefði samband við Tónlistarskólann á Akureyri og innritaði mig til fiðlunáms, ég mátti engan tíma missa. Þá var stefnan ekki sett á að eignast vini eða efla félagsþroska heldur verða konsertmeistari.
Fyrst lærði ég að spila eftir svokallaðri Suzuki aðferð sem þá hafði nýlega rutt sér til rúms og fólst í því að leika eingöngu eftir eyranu. Það gekk ágætlega, efnisskráin samanstóð af Signir sól og Litlu andarungarnir. Ég hef alltaf ætlað mér að skrifa henni Lilju Hjaltadóttur sem kenndi mér þá og spyrja hvaða leiðir hún hafi farið til að viðhalda serótónínmagni líkamans því ég held að fyrir utan heila og taugaskurðlækningar þá sé þetta … Lesa meira
Þegar Jesús er að reisa við lamað fólk samkvæmt frásögnum Biblíunnar er hann þá raunverulega að gefa mænusködduðu fólk mátt til að ganga eða er þessi lömun sem um ræðir kannski annars eðlis? Ég verð að viðurkenna að hérna áður fyrr þóttu mér kraftaverkasögurnar í Nýja testamentinum alltaf svolítið vandræðalegar, ég reyndi jafnvel að skauta framhjá þeim bæði í sunnudagaskólanum og í fermingarfræðslunni. Ég trúi nefnilega á algóðan Guð en ég hef aldrei verið upptekin af því að líta á hann eða hana sem almáttuga. Almættis stimpillinn er flókinn, lífið er fullt af þjáningu, gott fólk verður fyrir miklum harmi. Guð gaf okkur öllum líf en það er samt fjári ófullkomið , þetta er líf sem felur í sér þjáningar og dauða, á sama tíma er það líka fallegt og gott, það er raunar hvort tveggja í senn, aldrei bara gott og kannski aldrei bara slæmt. Ég hugsaði þetta einmitt … Lesa meira
Jólin nálgast og grýla er ekki dauð líkt og fimm ára sonur minn heldur staðfastlega fram í fyrirvaraleysi æsku sinnar. Við fullorðna fólkið höfum nefnilega mörg hver haldið henni á lífi með óþarfa frammistöðukvíða fyrir jólahaldinu. Þar er undirrituð alls engin undantekning enda gæti ég ekki fjallað um þetta án þess að koma við kaunin á sjálfri mér. Nú er enginn hörgull á góðum ráðum í pistlum og viðtölum fyrir jólin þar sem margir góðir vitringar hamra á mikilvægi þess að greina kjarnann frá hisminu og njóta aðventunnar í stað þess að hlaupa milli búða og lúta mammon með visakorti, yfirdrætti og víxli. Allt þetta tal um að einfalda líf sitt, forgangsraða og njóta líðandi stundar og jarí jarí dúlli dei. Ég hef flutt fjöldan allan af svona prédikunum en fer þó alltof sjaldan eftir þeim, af því að hvernig í ósköpunum á maður að geta einfaldað líf sem er … Lesa meira
Ég sat með ungum nýgiftum hjónum á dögunum þar sem við ræddum m.a. breytingar á stefnumótamenningu landans. Þau voru að uppfræða okkur gamla fólkið um ný öpp sem eru til þess gerð að para fólk saman eftir áhugamálum, útliti ofl sem hægt er að greina á rafrænu formi, eitt það vinsælasta kallast Tinder og er víst að gera allt vitlaust og ef fram heldur sem horfir stefnir í alsherjar barhrun hér á landi enda þurfa menn nánast að verða sér út um kúlulán til að fjárfesta í einum perlandi á íslenskri krá . Á Tinder fer fram mjög markviss flokkun í annað hvort já eða nei og ef tveir aðilar segja já við hvor öðrum þá fer eitthvert ferli af stað sem getur leitt til þess að fólk hittist. Þetta er ekki ósvipað þeim tímamótum þegar heimabankarnir komu til sögunnar og maður þurfti ekki lengur að bíða pirraður í röð … Lesa meira