Já hér stend ég í þessari asnalegu jólapeysu og get ekki annað. Málstaðurinn er mikilvægur en með jólapeysuátakinu í ár stendur Barnaheill fyrir fjáröflun til styrktar forvarnarverkefni gegn einelti. Og nú er komið að því að efna loforðið um að messa í jólapeysunni sem er ættuð frá Dublin á Írlandi.
Einelti er einn þráðurinn í samskiptamynstri manna, góðu fréttirnar eru þær að hann er ekki rauði þráðurinn. Rauði þráðurinn er nefnilega kærleikur og þess vegna heldur mannkyn áfram að lifa og dafna. Lífið er í grunninn gott. Eineltið er hins vegar ekki svo langt frá rauða þræðinum, allar mannlegar tilfinningar eru á svo margan hátt samofnar, já rétt eins og myrkrið og ljósið sem er alltaf hlið við hlið, tilbúið að taka við hvort öðru. Jólaguðspjallið fjallar fyrst og síðast um samskipti og tengsl, þar segir frá fæðingu lítils drengs í fjárhúskofa en sá húsakostur var nauðlending þar sem þorpsbúar … Lesa meira