Yfir henni er guðdómlegur friður, andlitsdrættirnir lausir undan þjáningum undangenginna daga, hendurnar hvíla niður með síðum, þessar hendur sem hafa í raun viðhaldið lífi mínu, umvafið börnin okkar, hnoðað í brauð. Hendurnar sem spenntu greipar með börnunum okkar í bæn á hverju einasta kvöldi. Á baugfingri ber hún giftingarhringinn sem setið hefur fastur í meira en hálfa öld, eftir að börnin fæddust náði hún honum aldrei af en ég man hvar hún stóð stundum við eldhúsvaskinn og pillaði brauðdeigið af honum af mikilli nákvæmni, nuddaði hringinn sápu og þerraði með viskastykki, alltaf hlýnaði mér við þessa sjón. Ég vissi að hringurinn minnti hana á heitin okkar forðum, ég var hennar og hún mín og aldrei virtist það trufla hana að ná honum ekki af, nú fer hringurinn með henni í kistuna, partur af mér með henni inn í sjálfa eilífðina. Unglæknirinn gengur hljóðlega inn til okkar, varfærinn og hátíðlegur, það … Lesa meira
prestur